Ætla að senda gám af fötum til Frakklands

10.02.2016 - 14:08
epa05104955 A young Kurdish girl walks along the muddy road framed with tents and shacks in the makeshift migrant camp in Grande-Synthe near Dunkirk, or Dunkerque, France, 16 January 2016. Despite most of the attention is on the so-called 'Jungle&
 Mynd: EPA
Fatasöfnun hófst á mánudag fyrir flóttafólk sem hefst við í óskipulögðum flóttamannabúðum í Calais og Dunkerque í Frakklandi. „Það er búinn að vera stöðugur straumur af fólki og þetta hefur gengið vonum framar,“ segir Helga Tryggadóttir, forsvarsmaður söfnunarinnar hér á landi.

„Ég stend fyrir skipulaginu hér í samstarfi við belgíska aktivista, sem höfðu samband við mig. Þeir hafa farið í báðar búðirnar. Þeir þekktu til Íslands og veðráttunnar hér og veltu því fyrir sér hvort það væri til mikið af hlýjum fatnaði hér sem væri hægt að nýta.“ Auk þess að gefa föt, þá er einnig tekið við sárabindum og mat. 

epa05104940 Migrants walk along the shacks and tents of the makeshift migrant camp in Grande-Synthe near Dunkirk, or Dunkerque, France, 16 January 2016. Despite most of the attention is on the so-called 'Jungle' in near-by Calais, the refugee
 Mynd: EPA

Söfnunin er auglýst á Facebook og þar koma fram upplýsingar um hverskonar föt mest er þörf á. Í Calais sé fyrst og fremst þörf fyrir karlmannsföt en fyrir Dunkerque búðirnar séu þarfirnar margvíslegri.  „Markmiðið er að senda einn gám af hlýjum fatnaði, svefnpokum og tjöldum. Þetta er hugsað eins og neyðaraðstoð. Þetta eru nyrstu flóttamannabúðirnar þar sem fólk býr í tjöldum. Það er mikill kuldi.“ Helga segir að gámurinn verði fluttur út á vegum Samskipa. Óvíst sé hvort greiða þurfi toll af sendingunni. „Það á eftir að koma í ljós hvað tollurinn úti segir en það eru litlar líkur á því að þetta verði tollað.“ 

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti í byrjun mánaðarins yfir áhyggjum af þeim um 4.000 flóttamönnum sem nú hafist við í flóttamannabúðunum í Calais og þeim nærri 2.500 til viðbótar í Grande-Synthe, á jaðri Dunkerque, við skelfilegar aðstæður í nístandi kulda.  

 

epa05104951 A Kurdish family walks on a bridge of fortune made of pallets put over pools of mud in the makeshift migrant camp in Grande-Synthe near Dunkirk, or Dunkerque, France, 16 January 2016. Despite most of the attention is on the so-called &#039
 Mynd: EPA

Flóttamannastofnunin segir sérstaka ástæðu til að hafa áhyggjur af hundruðum barna, mörg á eigin vegum, sem komi í flóttamannabúðirnar í leit að skjóli og vernd.  Helga segir að mikið sé um fylgdarlaus börn í flóttamannabúðunum, aðallega drengjum á unglingsaldri.  

Helga segir að þau séu fimm eða sex sem vinni að söfnuninni en fleiri eigi eftir að bætast við í flokkuninni. Söfnunin stendur yfir fram á laugardag. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir