Aðstoðuðu lækni eftir ófærum vegum

21.02.2016 - 11:03
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Vegagerð og björgunarsveitarmenn þurftu í morgun að aðstoða lækni við að komast til veiks barns á sunnanverðum Vestfjörðum. Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólasveit fékk útkall klukkan hálf níu í morgun, að sögn Ágústs Más Gröndal, björgunarsveitarmanns. Óskað var eftir aðstoða við að hjálpa sjúkrabíl við að komast með lækni úr Búðardal og vestast í Reykhólasveit. Fara þurfti um Svínadal og yfir heiðar, um Hjallaháls og Ódrjúgsháls.

Fara þurfti um Svínadal og yfir heiðar, um Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Þar var færð afar vond auk þess sem hvasst var á heiðunum, hátt í tuttugu metrar á sekúndu. Í för voru, auk sjúkrabílsins, fjórir björgunarsveitarmenn úr Reykhólasveit á bíl sveitarinnar, auk þess sem Vegagerðin ruddi leiðina. Fólkið er nú komið til baka. Ekki þurfti að flytja barnið á sjúkrahús.

 

Fréttin var uppfærð kl. 12:40 og greint frá því að ferðinni væri lokið.

 

Eins og sjá má er ófært á felstum vegum á Vestfjörðum og nokkuð hvasst á Hjallahálsi.
 Mynd: Vegagerdin.is  -  Skjáskot
Eins og sjá má er ófært á felstum vegum á Vestfjörðum og nokkuð hvasst á Hjallahálsi.
Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV