Abu Hamza á leið vestur um haf

06.10.2012 - 01:11
Mynd með færslu
Íslamski eldklerkurinn Abu Hamza al-Mazri er á leið til Bandaríkjanna við fjórða mann. Bandarísk herflugvél lagði af stað með þá fimm frá herflugvelli í Austur-Englandi skömmu fyrir miðnætti.

Í Bandaríkjunum er Abu Hamza ákærður fyrir þátttöku í mannráni í Jemen 1998, en þá voru 16 Vesturlandabúar teknir sem gíslar, og einnig fyrir áform um að koma upp þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn al-Kaída í Oregonríki.

 Áfrýjunarréttur í Lundúnum felldi þann úrskurð í gær að framselja mætti Abu Hamza og félaga til Bandaríkjanna. Þá hafði mál þeirra þvælst um dómskerfið árum saman.