Abdeslam þögull sem gröfin

25.03.2016 - 21:44
Mynd með færslu
Saleh Abdeslam.  Mynd: EPA
Salah Abdeslam hefur lítið sem ekkert rætt við rannsakendur og lögregluyfirvöld í Brussel. Vika er síðan hann var handtekinn í Molenbeek hverfinu í Brussel. Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásarinnar í París í nóvember.

Í yfirslýsingu frá ríkissaksóknara Belgíu í dag kemur fram að Abdeslam hafi særst á fæti í handtökunni. Frá hryðjuverkaárásununm í Brussel á þriðjudag hefur Abdeslam hefur ekki viljað tjá sig við rannsakendur. Hann tjáði sig aðeins stuttlega á laugardag í síðustu viku.

Dómsmálaráðherra Belgíu, Koen Geens, sagði við fjölmiðla í dag að Abdeslam væri með öllu hættur að sýna nokkurn samstarfsvilja.