92 ára ekkja rekin frá Bretlandi út í óvissu

19.02.2016 - 11:21
Rammi úr sjónvarpsupptöku.
 Mynd: RÚV
Níutíu og tveggja ára gömul ekkja frá Suður-Afríku verður rekin aftur til heimalandsins frá Bretlandi þrátt fyrir að hún eigi engan þar að en dóttir hennar búi í Bretlandi. Breska innanríkisráðuneytið hafnaði áfrýjun hennar og fær hún því ekki að verja síðustu ævidögunum með fjölskyldu sinni.

Breska blaðið Guardian greinir frá því að konan hafi fæðst í Suður-Afríku árið 1924, þegar það var bresk nýlenda, og eiginmaður hennar heitinn hafi barist með breska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni.

Hún hefur ekki farið fram á bætur í Bretlandi þar sem hún fær ellilífeyri greiddan frá Suður-Afríku en það breytti engu um afstöðu innanríkisráðuneytisins. Dóttir konunnar segir að móður sinni hafi verið ráðlagt að leita á náðir rauða krossins í Suður-Afríku þar sem hún á ekki í nein hús að venda. 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV