72ja klukkustunda miðnætursólarhátíð

Innlent
 · 
Höfuðborgarsvæðið
 · 
Menningarefni
 · 
Neytendamál
British Trip-Hop band "Massive Attack" performs on the main stage at the Big Chill festival near Ledbury in Herefordshire on August 6, 2010.  Running from the 5th to the 8th of August, the festival features some of the more popular bands and

72ja klukkustunda miðnætursólarhátíð

Innlent
 · 
Höfuðborgarsvæðið
 · 
Menningarefni
 · 
Neytendamál
72ja klukkustunda miðnætursólarhátíð með ásatrúarþema verður haldin í fyrsta skipti í Laugardal um helgina. Formaður hverfaráðs segir íbúa á svæðinu áhyggjufulla þó þeir séu ekki á móti hátíðinni.

Friðrik Jónsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir aðalmarkaðssetningunni beint að erlendum gestum. Þeim sé boðið upp á tónlistaratriði sem eru á heimsmælikvarða. Hann segir að svona hátíð kosti nokkra skildinga í framleiðslu. 

Heiðar Ingi Svansson, formaður Hverfaráðs Laugardals, segir að íbúar á svæðinu séu stressaðir yfir helginni. Einhverjir telja hátíðina ekki passa við fjölskyldu- og heilsuímynd Laugardals. Heiðar Ingi segir þó að íbúar hafi ekki ástæðu til að tortryggja hátíðina fyrirfram enda líti skipulagið vel út. Aðstandendur hafa haldið kynningarfund með íbúum og sagt að þeim sé í mun að fyrirbyggja hvers kyns nágrannaerjur. Útitónleikum lýkur klukkan eitt að nóttu en þá taka plötusnúðar við í Skautahöllinni og standa vaktina til klukkan rúmlega fjögur að morgni.

Hátíðarbarinn heitir Óminnishegrinn. Hann þvertekur fyrir að með því sé verið að hvetja til ofdrykkju. Þvert á móti sé þemi hátíðarinnar ásatrú með alls kyns vísanir um svæðið. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Secret Solstice fær tímabundið leyfi