63 metra djúp hola í Surtsey

12.08.2017 - 12:22
Mynd með færslu
Frá vinstri: Bormennirnir Beau Marshall og Steve Cole, Marie Jackson jarðfræðingur, Justin Blouin bormaður, Simon Prause og Samantha Couper doktorsnemar.  Mynd: Jarðvísindastofnun Háskóla ?  -  RÚV
Borholan, sem verið að að bora í Surtsey, er nú orðin 63ja metra djúp. Hitinn í botni holunnar er nú orðið meira en 100 stig.

Í nótt náðust 20 metrar af nýjum kjarna að því er fram kemur á Facebook-síðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ekki er borað á fullum hraða því dæla, sem dælir sjó að borstað, hefur bilað. Stefnt er að því að borun ljúki í næstu viku. Markmiðið er að komast allt að 20 metra niður í gamla sjávarbotninn, sem var áður, en Surtsey myndaðist 1963. Hann er talinn liggja á 190 metra dýpi. Nú stendur yfir umfangsmikil alþjóðleg rannsókn í Surtsey. Hún á að varpa ljósi á myndun og þróun eldfjallaeyja.