63 gíslar frelsaðir, bardagar standa enn

16.01.2016 - 05:56
In this image taken from video from AP Television, a rescued woman sits in a vehicle with bullet hole in windshield near the Splendid Hotel, Friday, Jan. 15, 2016, in Ouagadougou, Burkina Faso. The SITE Intelligence Group reports that an al-Qaida
Kona úr hópi hinna 63 gísla sem frelsaðir voru í morgunsárið.  Mynd: AP  -  AP Television
63 gíslar hafa verið leystir úr haldi byssumanna sem réðust inn á hótel í viðskiptahverfi Ouagadougou í Burkina Faso í gærkkvöldi og felldu minnst tuttugu manns. Ekki er vitað hvort fleiri gíslar eru í haldi á þessari stundu. Remis Dandjinou, ráðherra fjarskiptamála, tilkynnti á Twitter að búið væri að frelsa gíslana 63, þar á meðal einn ráðherra úr ríkisstjórn landsins. 33 úr hópi hinna frelsuðu gísla eru misalvarlega særðir og hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Hernaðaraðgerðir standa enn yfir, öryggissveitir heimamanna ásamt frönskum liðsauka eiga í bardögum við árásarmennina, sem sagðir eru úr röðum afríkuarms hryðujuverkasamtakanna Al Kaída.

Þrír eða fjórir grímuklæddir menn réðust inn í Splendid-hótelið um klukkan hálf átta í gærkvöldi, skömmu eftir að tvær bílsprengjur sprungu þar fyrir utan. Sjónarvottar bera að þeir hafi fyrst ráðist inn í kaffihús þar nálægt, og fellt nokkra sem þar voru inni, og haldið þaðan inn í hótelið. Flestir gestir þess eru erlendir ferðamenn og starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í borginni.

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV