5 ára skilorðsbundið fangelsi í Ungverjalandi

22.01.2016 - 00:05
Mynd með færslu
 Mynd: wikimedia commons
Íslensk kona á fertugsaldri var dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps.

Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir ungverska fréttavefnum Debrecen Sun. Konan var sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri sumarið 2012. Konan stundaði læknisnám í Debrecen á þeim tíma. 

Konan var ákærð í október á síðasta ári. Verjandi hennar sagði þá að sagan væri uppspuni frá rótum og málsmeðferð hafi öll verið hin undarlegasta. Samkvæmt heimildum mbl.is er hægt að áfrýja málinu.