45 létust í hryðjuverkaárás Íslamska ríkisins

31.01.2016 - 15:29
epa05137190 Syrian people gather at the site of bombing in the district of al-Sayeda Zainab in southern Damascus, Syria, 31 January 2016. Reports state at least 45 people were killed in three blasts near the Shiite shrine of al-Sayeda Zainab. The attack
 Mynd: EPA
Minnst 45 létust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í nágrenni Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, í dag. Árásirnar voru gerðar við hof Sítamúslima, sem er vinsæll viðkomustaður pílagríma.

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásunum á hendur sér, og segja að tveir meðlimir samtakanna hafi sprengt sig í loft upp við hofið. Talið er að um 110 hafi særst í árásunum.

Ríkismiðillinn SANA greindi fyrst frá því að 40 manns hefðu farist í þremur sprengingum. Fyrst hefði bifreið verið sprengd upp og þegar fólk safnaðist saman á vettvangi hafi tveir menn gengið að hópnum og sprengt sig í loft upp.

Mynd með færslu
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV