4 ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás

14.01.2016 - 17:53
Grundarfjörður fyrirtæka atvinna
 Mynd: Jónsson  -  Jóhannes
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Reyni Þór Jónassyni, það er fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí 2014, á hafnarsvæðinu í Grundarfirði.

Reynir Þór, ásamt öðrum manni, réðist að brotaþola með höggum og spörkum og þar sem maðurinn lá í jörðinni sló Reynir Þór hann tveimur hnefahöggum í andlitið svo höfuðið skall harkalega á jörðinni. Maðurinn hlaut við þetta lífshættulega og alvarlega höfuðáverka, þar með talið mar á höfuðleðri, mjúkpartabólgur, beinbrot, höfuðkúpubrot og blæðingu inn á heila sem leiddi til heilaskaða, minnisskaða og skertrar hreyfigetu. Auk fjögurra ára fangelsisdóms var Reyni Þór gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur.

Mynd með færslu
Lára Ómarsdóttir