30 daga fangelsi fyrir skjalafals

27.02.2016 - 15:06
epa05069517 An immigration officer stamps the papers of refugees form Eritrea and Ethiopia upon their arrival at Kassel Airport in Calden, Germany, 14 December 2015. A group of 156 so-called resettlement refugees from Khartoum, Sudan arrive to Germany on
 Mynd: EPA  -  DPA
Maður frá Síerra Leóne var dæmdur í mánaðarfangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa framvísað fölsuðu vegabréfi þegar hann kom til landsins frá Kaupmannahöfn í byrjun febrúar. Maðurinn hugðist fara til Grænlands með Flugfélagi Íslands. Í dóminum kemur fram að vegabréfið sem hann sagði gefið út í heimalandi sínu beri glögg merki fölsunar. Í texta á upplýsingasíðu þess séu stafsetningarvillur, allt önnur áferð og flúrljómun en í ósviknum vegabréfum.
Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV