27 maraþon á 27 dögum fyrir góðgerðarmál

20.03.2016 - 23:56
British comedian Eddie Izzard holds a South African flag beneath a statue of former president Nelson Mandela at the government's Union Buildings in Pretoria, South Africa, Sunday, March 20, 2016. Izzard has completed his challenge to run 27 marathons
 Mynd: AP
Breski leikarinn og grínistinn Eddie Izzard lauk í dag tuttugasta og sjöunda maraþonhlaupi sínu á tuttugu og sjö dögum. Hann lauk áfanganum við styttu af Nelson Mandela í Pretoríu eftir tvöfalt maraþonhlaup.

Maraþonin 27 eiga að endurspegla árin 27 sem Mandela mátti dúsa á bak við lás og slá áður en hann varð forseti Suður-Afríku. Þá safnaði Izzard tæplega 1,4 milljónum punda, jafnvirði rúmlega 240 milljóna króna, til góðgerðamála með hlaupunum.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV