20 milljónir manna beðnar að halda sig heima

15.03.2016 - 05:58
epa02143728 General view of the highly polluted air in Mexico City, Mexico, on 04 May 2010. Authorities have asked the citizens to restrict car use as well as to refrain from open air activities.  EPA/SASHENKA GUTIERREZ
Mexíkóborg  Mynd: EPA  -  EFE
Borgaryfirvöld í Mexíkóborg hvetja borgarbúa til að halda sig innandyra í dag, sé þess nokkur kostur, vegna loftmengunar. Ósonmagn í lofti mælist tvöfalt meira en opinber hættumörk miða við. Íbúar höfuðborgarinnar eru ríflega 20 milljónir talsins, og það er ekki á hverjum degi sem svo margar manneskjur eru beðnar að halda sig heima hjá sér. Þetta er reyndar í fyrsta skipti í 11 ár, sem borgarstjórn þar syðra sendir frá sér slíka hvatningu, þótt fólki sé oft ráðið frá því að erfiða utandyra.

Samtímis er þess farið á leit að eigendur eldri bíla, sem að jafnaði menga mun meira en þeir sem nýrri eru, láti það vera að aka þeim um götur borgarinnar í dag.

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV