18 létust á Eyjahafi

06.03.2016 - 14:20
epa04717106 A picture made available on 23 April 2015 shows some of over 200 illegal migrants, before they are shipped to the Italian mainland after being rescued by Italian Guardia di Finanza boat 'Denaro' in the Mediterranean Sea, 22 April
Um 22.000 hefur verið bjargað af mis sjófærum fleytum á Miðjarðarhafinu það sem af er ári. Á sama tíma hafa um 520 drukknað, svo vitað sé. (Mynd úr safni)  Mynd: EPA  -  ANSA
Að minnsta kosti átján manns drukknuðu á Eyjahafi í morgun á leið sinni frá Tyrklandi til Grikklands. Tyrkneska strandgæslan bjargaði 15 flóttamönnum af sama báti rétt utan við suðvesturströnd Tyrklands.

Straumur flóttamanna frá Sýrlandi og Írak til Evrópu, í gegnum Tyrkland, er gríðarlegur. Á morgun hittast leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands í Brussel til að ræða um fyrirhugað regluverk sem á að setja um straum flóttamanna til Evrópu.

Talið er að yfir ein milljón flóttamanna hafi komið yfir til meginlands Evrópu frá Tyrklandi frá upphafi síðasta árs. Evrópusambandið hefur sett pressu á Tyrki að gera meira og betur í að draga úr flæði flóttamanna yfir til álfunnar. Sambandið vonast til þess að Ahmet Davutouglu, forsætisráðherra Tyrklands, kynni sambandinu nýjar leiðir til að takast á við þennan mikla vanda.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði í opinberri heimsókn sinni til Ankara í síðustu viku að fjöldi flóttamanna sem færi yfir Eyjahafið frá Tyrklandi til Evrópu, væri alltof mikill.

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV