164 grindhvalir drepnir á 15 mínútum

17.06.2017 - 23:18
Mynd með færslu
 Mynd: KVF
Grindhvalavaða var rekin inn í Sandagerði á suðurodda Straumeyjar í gærkvöld. 164 hvalir voru drepnir og gekk drápið vel, að sögn Finnboga Miðfjörð, sýslumanns, í viðtali við Færeyska ríkisútvarpið. Vaðan sást austur af Nólsey seinnipartinn á föstudag og gekk vel að reka hana inn í sundið milli Nólseyjar og Straumeyjar og upp í Sandagerðisbugtina. Finnbogi segir að einungis hafi liðið stundarfjórðungur frá því að fyrsti hvalurinn var drepinn uns hinn síðasti lá í valnum.

Sea Shepherd-samtökin, sem ítrekað hafa freistað þess að spilla grindadrápi Færeyinga síðustu ár, voru víðs fjarri í gærkvöld. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV