15 látnir eftir tilræðið í Sankti Pétursborg

21.04.2017 - 11:50
epa05913444 Abror Azimov (R) who is suspected of organizing an act of terror in St. Petersburg's metro system attends a court hearing of the investigation's motion on his arrest, at the Basmanny district court in Moscow, Russia, 18 April 2017.
Abror Azimov í réttarsal í Moskvu.  Mynd: EPA
Kona lést í morgun af sárum sem hún hlaut í sjálfsvígsárás í jarðlest  í Sankti Pétursborg þriðja þessa mánaðar. Fimmtán eru því látnir eftir tilræðið.

Yfirvöld greindu frá þessu í morgun og sögðu að 23 þrír væru enn á sjúkrahúsi, fjórir þeirra alvarlega sárir.

Árásarmaðurinn, Akbarjon Djalilov, er sagður frá Kirgistan. Að sögn yfirvalda hafa tíu menn frá Mið-Asíu verið handteknir vegna málsins, þeirra á meðal Abror Azimov frá Kirgistan, sem talinn er einn skilpuleggjenda ódæðisins.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV