14 dóu í rútuslysi í Japan

15.01.2016 - 05:38
Erlent · Asía
A bus lies after it veered off to the opposite lane on a mountain road in Karuizawa, Nagano prefecture, central Japan Friday, Jan. 15, 2016. Rescue officials say the overnight tour bus on its way to a ski resort in central Japan slid down the mountainside
 Mynd: AP  -  Kyodo News
Investigators work near a damaged bus after it was transferred by crane onto a road in Karuizawa, Nagano prefecture, central Japan Friday, Jan. 15, 2016. The overnight tour bus on its way to a ski resort careened off a mountain road early Friday, killing
 Mynd: AP  -  Kyodo News
Fjórtán létust og tugir slösuðust þegar rúta fór út af fjallvegi í Japan í morgun. 41 var í rútunni, sem var á leið frá Tókýó í skíðaferð. Rútan var að koma niður úr fjallaskarði laust fyrir dögun þegar hún fór út af veginum, nærri bænum Karuizawa í Naganó-héraði.

Talsmaður japanskra stjórnvalda sagði á fréttamannafundi í morgun að samgönguráðuneytið hygðist rannsaka slysið og tildrög þess og að sérfræðingar væru þegar farnir á vettvang. Í sjónvarpsfréttum mátti sjá myndir af rútunni þar sem hún liggur á hliðinni í skógi vaxinni hlíð, með mölbrotna framrúðu. Vegrið var meðfram veginum, en rútan ruddi því á undan sér þegar hún fór út af.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV