14 ára drengs leitað á höfuðborgarsvæðinu

09.02.2016 - 02:19
Nærmynd af merki lögreglunnar með einkennisorðunum "Með lögum skal land byggja".
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Lögreglan ásamt björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að 14 ára dreng í Breiðholti. Hann er um 180 sentimetrar á hæð og grannvaxinn. Er í dökkgrænni Carhart úlpu með loðkraga, gráum joggingbuxum og grárri peysu og líklega með gráa húfu. Þeim sem verða hans varir er bent á að hringja í Neyðarlínuna 112 og fá samband við lögreglu.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV