130 þúsund hælisleitendur týndir í Þýskalandi

26.02.2016 - 11:19
epa05164700 Refugees and migrants line up as they walk along a border fence after they crossed the Slovenian-Austrian border, near the village of Spielfeld, Austria, 16 February 2016. Austria is making plans for the introduction of border controls at a
Flóttafólk á landamærum Austurríkis og Slóveníu.  Mynd: EPA
Þýsk stjórnvöld segjast ekki vita hvar um hundrað og þrjátíu þúsund skráðir hælisleitendur eru niðurkomnir. Fréttaveitan AFP hefur skjal undir höndum sem sýnir að fólkið lét aldrei sjá sig í móttökustöðvum fyrir flóttamenn eftir að það var skráð inn í landið.

Það eru um þrettán prósent af þeirri rúmu milljón sem hefur leitað hælis í Þýskalandi frá því í fyrra. Sumir eru taldir hafa snúið aftur til síns heima, aðrir farið áfram til þriðja lands og enn aðrir hreinlega látið sig hverfa í fjöldanum. Þá segja þýsk stjórnvöld ekki útilokað að í sumum tilvikum hafi fólk verið tvískráð, það gæti útskyrt málið að hluta.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV