1.200 nemendur og kennarar mótmæla sameiningu

19.05.2017 - 11:53
Mynd með færslu
 Mynd: 360° vefur  -  ja.is
Rúmlega tólf hundruð nemendur og kennarar Fjölbrautaskólans við Ármúla ætla að afhenda Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra undirskrifta í hádeginu til að mótmæla áformum um að sameina skólann Tækniskólanum.

Kristján Þór og skólameistarar Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans ræddu sameiningu skólanna í morgun. Ráðherra segir að engin ákvörðun hafi verið tekin. Þremenningarnir mæta fyrir Allsherjar- og menntamálanefnd klukkan hálftvö. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að Kristján Þór komi fyrir nefndina, greini frá stöðu mála. 

Nokkur ólga er innan Fjölbrautaskólans við Ármúla vegna áforma um sameiningu. Nemendur og kennarar ætla að afhenda í hádeginu, undirskriftalista þar sem sameiningunni er mótmælt. Rúmlega tólf hundruð hvetja ráðherra til að hætta við sameininguna.