11.000, ekki 8.400, hermenn í Afganistan

30.08.2017 - 19:40
Defense Secretary James Mattis attends a news conference, Thursday, Aug. 17, 2017, at the State Department in Washington. (AP Photo/Jacquelyn Martin)
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.  Mynd: ASSOCIATED PRESS  -  AP
Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að 11.000 bandarískir hermenn væru í Afganistan, ekki 8.400 eins og áður hefur verið sagt. Ástæða þessa misræmis er sú lenska varnarmálaráðuneytisins að gefa viljandi upp rangar tölur um fjölda hermanna.

Þessu verður að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins hætt til að auka á gagnsæi og auðvelda bandarískum almenningi að átta sig á umfangi hernaðaraðgerða Bandaríkjanna.

Héðan í frá verða uppgefnar tölur námundaðar en nær því sem raunverulega er, samanborið við þær tölur sem áður hafa verið gefnar út. Sá siður að gefa út rangar tölur þýddi í sumum tilvikum að herdeildir voru á fjarlægar slóðir án þess að hafa nægilegan mannafla. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað fjölgun í herliði Bandaríkjanna í Afganistan um allt að 4.000.

Á næstunni verða birtar nýjar tölur um fjölda bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi.
 

 

Gunnar Dofri Ólafsson