10 stiga frost víða um land

31.01.2016 - 08:17
Mynd með færslu
 Mynd: Gerður Jónsdóttir  -  RÚV
Frost er um allt land, víða 10 stig og undir. Kaldast er á Hveravöllum - 18 stiga frost. Víðast hvar er frost þó á bilinu 5 til 15 stig. Á Vestfjörðum og við suðausturströndina má búast við talsverðri norðaustanátt á morgun - fimmtán til tuttugu og þremur metrum á sekúndu. Annars staðar verður vindur hægari. Spáð er snjókomu eða éljum, en þurru suðvestan til. Spáð er 0 til 10 stiga frosti á morgun.
Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV