1% leikskólakennara karlar

11.02.2016 - 10:25
Eitt prósent leikskólakennara eru karlar. Hörður Svavarsson leikskólastjóri hefur lengi velt þessari stöðu fyrir sér. Hann segir að þetta verði sveitarstjórnarmenn og þeir sem hafa áhrif að skoða, þó að stærsti vandi leikskólanna sé alltof mörg börn, í of langan tíma, í of litlu plássi.

Hörður segir að það hafi margvísleg áhrif að einungis einn hundraðshluti leikskólakennara sé karlmenn, en það hafi ekki verið lögð áhersla á það að breyta því í gegnum tíðina. 

 Hörður segir að ýmislegt skýri þennan karlaskort. Leikskólar hafi verið mótaðir og þeim stýrt af konum í gegnum árin og lögin um þá samin af konum. 

Þeir sem halda það að fáar konur í stjórnum fyrirtækja hafi eitthvað með feðraveldið að gera hljóta þá að komast að sömu niðurstöðu um það af hverju eru fáir karlar í leikskólanum. Það hlýtur þá að hafa eitthvað með mæðraveldið að gera...við höfum dæmin um það að einstaka leikskólar hafa lagt áherslu á það að ráða karlmenn. Þessir einstaka leikskólar, sem gera það, þeim gengur bara gríðarlega vel að fá karlmenn til starfa.

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV