Fótbolti

Tottenham örugglega áfram í bikarnum

Harry Kane skoraði þrennu fyrir Tottenham sem lagði Fulham örugglega í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag.
19.02.2017 - 16:10

Millwall sló út ensku meistarana

Leicester City er úr leik í enska bikarnum eftir 1-0 tap í dag á útivelli gegn Millwall sem leikur í þriðju efstu deild Englands. Shaun Cummings skoraði sigurmarkið undir lok leiks og tryggði Millwall sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Pressan á...
18.02.2017 - 17:09

Fimmtu deildarlið Licoln sló út Burnley

Lincoln City, sem leikur í fimmtu efstu deild á Englandi, gerði sér lítið fyrir og sló út úrvalsdeildarliðið Burnley í ensku bikarkeppninni í dag, með 1-0 sigri á útivelli. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli...
18.02.2017 - 14:34

Gabriel Jesus líklega frá út leiktíðina

Svo gæti farið að framherjinn Gabriel Jesus leiki ekki meira með Manchester City á leiktíðinni. Jesus ristarbrotnaði í leik gegn Bournemouth sl. mánudag og fór í aðgerð í gær. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, segir að nokkuð sé í endurkomu...
17.02.2017 - 19:32

Wenger ætlar ekki að hætta að þjálfa

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hann muni halda áfram að þjálfa á næstu leiktíð hvort sem það verði hjá Arsenal eða öðru liði. Wenger hefur verið gagnrýndur harðlega af stuðningsmönnum Arsenal eftir að liðið steinlá fyrir Bayern...
17.02.2017 - 18:15

Guðmundur Þórarinsson til Norrköping

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson er genginn í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping frá Noregsmeisturum Rosenborgar. Guðmundur gerði 3 ára samning við sænska félagið.
17.02.2017 - 14:23

Freyr: „Skiptir máli að fá mörg svör núna“

„Það skiptir miklu máli að fá mörg svör núna í þessum glugga, því við viljum ekki fá neinar spurningar með okkur inn í leikina í apríl og júní. Þá viljum við meira vera í því að skerpa á hlutum og fínpússa þá. Við viljum í rauninni vera komin...
16.02.2017 - 15:37

Ísland mun spila átta vináttuleiki fram að EM

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun spila átta vináttuleiki fram að Evrópumótinu í Hollandi í júlí. Helmingur þessarra leikja verða spilaðir í Algarve-bikarnum í Portúgal í upphafi mars. Farið var yfir leikjadagskrá Íslands í aðdraganda EM á...
16.02.2017 - 13:47

Andlát: Ríkharður Jónsson

Ríkharður Jónsson knattspyrnumaður og þjálfari er látinn 87 ára að aldri. Ríkharður Jónsson fæddist 12. nóvember 1929 og var næst yngstur níu systkina. Ríkharður var margfaldur Íslandsmeistari og markakóngur á Íslandsmóti, spilandi þjálfari ÍA um...
15.02.2017 - 13:44

Meistaradeildin: PSG niðurlægði Börsunga

16-liða úrslit Meistaradeildarinnar hófust í kvöld með tveimur leikjum. Benfica fékk Borussia Dortmund í heimsókn og Paris Saint-Germain mætti Barcelona.
14.02.2017 - 21:48

Landsliðið fékk engin Laureus-verðlaun

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hlaut engin verðlaun á hinni virtu Laureus-verðlaunahátíð í Mónakó í kvöld. Liðið var tilnefnt í tveimur flokkum.
14.02.2017 - 20:39

Gabriel Jesus ristarbrotinn

Gabriel Jesus, framherji Manchester City, mun líklega ekki leika meira með City á leiktíðinni en hann ristarbrotnaði í leik liðsins gegn Bournemouth í gær.
14.02.2017 - 17:28

Þjóðverjar einir vilja EM 2024

Frestur til að senda inn tilboð um að halda EM karla í fótbolta 2024 rennur út eftir rúmar tvær vikur. Aðeins eitt tilboð hefur borist UEFA og er það frá Þýskalandi.
14.02.2017 - 15:19

Man City í litlum vandræðum með Bournemouth

Manchester City hafði betur gegn Bournemouth í lokaleik 25. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
13.02.2017 - 22:01

Sverrir Ingi og félagar fengu skell

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Granada í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar lið hans mætti Eibar á útivelli.
13.02.2017 - 21:45