Taktu þátt í vali á Manni ársins  • Prenta
  • Senda frétt

Kosning á manni ársins er hafin á Rás 2 og mun standa næstu daga. Hægt er að taka þátt með því að hringja í síma 5687 123 eða senda tölvupóst á netfangið madurarsins@ruv.is.

Kjörið er alveg opið og koma allir til greina, meðal þeirra sem hlotið hafa titilinn undanfarin ár eru: Mugison, Þórður Guðnason björgunarsveitarmaður, Edda Heiðrún Backman, Hörður Torfason, Svandís Svavarsdóttir, Ómar Ragnarsson og Thelma Ásdísardóttir.
Þau Hulda G. Geirsdóttir og Gísli Einarsson munu tilkynna úrslitin í þættinum "Á síðustu stundu" á gamlársdag, auk þess að gera upp árið með fjölbreyttum hópi gesta. 

Vertu með í að velja Mann ársins á Rás 2 - kosningin er hafin og hægt er að kjósa til hádegis á sunnudaginn!

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku