Fólk í fréttum

Panflautur í Langspili!

Ný plata með íslensk/portúgölsku hljómsveitinni Shorthand for distance, tvær nýjar plötur með hljómsveitinni Panos from Komodo, þar af ein í panflautu-útsetningum. Ný lög með Ásgeiri, HelGun, Stefáni Elí, Misþyrmingu, Á gráu svæði og Andy Svarthol.
23.04.2017 - 12:55

Allra veðra von

Nýjar plötur frá Blakkát og TaktFasTur PróFasTur,  ný lög með Aðalsteini Sigmarssyni, Árna Ehmann, Dream Wife, MCBjór, Sultur, InZeros, Casio Fatso, Faces of the wall og Jónasi Sig og ritvélum framtíðarinnar.
10.04.2017 - 15:58

Þarf starfsfólk IKEA að setja blokkina saman?

Atli Fannar Bjarkason fór yfir fréttir vikunnar í Vikunni með Gísla Marteini og ræddi meðal annars húsnæðismálin, túrista að ganga örna sinna, ýraskjóttan hest og IKEA blokkina sem spurning er hvort leiðbeiningar um samsetningu muni fylgja.

Óttaðist að valda aðdáendum vonbrigðum

Söngvarinn sívinsæli, Barry Manilow, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um samkynhneigð sína í viðtali við bandaríska tímaritið People Magazine. Manilow, sem er 73 ára, segist hafa haldið kynhneigð sinni leyndri áratugum saman af ótta við að...
06.04.2017 - 03:38

Músiktilraunir 2017!

Það er svakalega skemmtilegt á Músiktilraunum. Í kvöld heyrum við upptökur frá hinum og þessum hljómsveitum sem kepptu í ár, af öllum fjórum undanúrslitakvöldunum.
02.04.2017 - 18:20

„Gott að vita að við höfum lært af mistökunum“

Vikan hefur verið tíðindamikil, en hún byrjaði á því að skemmtikraftar stigu fram og töluðu um áreitni sem þau verða fyrir í starfi. Fréttirnar héldu áfram að toppa sig að sögn Atla Fannars sem tók saman allt það helsta í Vikunni með Gísla Marteini...

Hlaðborð af tónlist

Við heyrum lög af nýjum plötum frá Taktföstum Prófasti, Ásgeiri Hvítaskáld, Paunkholm, Urðun og Skurk og ný lög frá Countess Malaise, Alchemia og Sólstöfum og KÍTÓN.
26.03.2017 - 18:53

Allir velkomnir

Nýjar plötur með JFDR, DMG, Sturla Atlas og Skurk. Ný lög frá Aroni Can, Ásgeiri Trausta, Guðrúnu Ýr, Einari Vilberg, Orra, Oyama og PASHN.
19.03.2017 - 18:23

Djössum okkur upp

Nýlegar plötur frá SEINT og Þorgrími Jónssyni. Ný lög frá Dadykewl, Sturla Atlas, KrisH, Einari Vilberg, Gangly, Low roar og Jófríði Ákadóttur, Högna Egilssyni, Ólafi Arnalds og Arnóri Dan, MIMRA, Wildfire, Kid Koala og Emilíönu Torrini, Starwalker...
12.03.2017 - 17:48

Verðlaunalangspil

Nýjar plötur með Ambátt, ADHD og Balbert Alvin. Ný lög með Sin Fang, Sóleyju og Örvari Smárasyni, Sockface, Kríu, HAM, Dölla og Sólstöfum.
05.03.2017 - 17:24

Olga Korbut seldi gullin sín

Fimleikagoðsögnin Olga Korbut seldi á dögunum hluta verðlaunapeninga sinna frá Ólympíuleikunum í München, 1972, á uppboði í Bandaríkjunum. Korbut, sem fékk viðurnefnið Spörfuglinn frá Minsk, olli straumhvörfum í fimleikaheiminum með einstakri...
28.02.2017 - 04:46

La La Land mun ekki slá met Titanic

Þótt stutt sé liðið af Óskarsverðlaunahátíðinni er þegar ljóst að kvikmyndin La La Land, sem tilnefnd var til 14 verðlauna, mun ekki slá met Titanic, sem fékk 11 verðlaun á sínum tíma. Fern verðlaun, sem La La Land var tilnefnd til, fóru til annarra...
27.02.2017 - 03:09

Allt annað en Söngvakeppni

Nýjar plötur með Shades of Reykjavík og Ástvaldi. Ný lög með Bjartmari Þórðarsyni, Kötlu, Skurk, Johnny and the rest, Hlyni Ben og upplifun, Jónasi Sig, Skuggasveini, Silju Rós, Hermigervli, SXSXSX, Hreyndísi Ylfu og Einari Ágústi, Sigurði...
26.02.2017 - 18:44

Bowie uppskar tvenn Brit-verðlaun

David heitinn Bowie átti sviðið á Brit-tónlistarverðlaunahátíðinni, sem fram fór í Lundúnum í gærkvöld. Hann var valinn besti breski söngvari nýliðins ár og plata hans, Blackstar, var valin besta, breska platan. Sonur Bowies, kvikmyndaleikstjórinn...
23.02.2017 - 03:02

Kvennalangspil

Nýjar breiðskífur með Tómasi R. Einarssyni og Heidutrubador, ný þröngskífa með East of my youth og ný lög með Hlyni Snæ, Ásu, Sóleyju, Soffíu Björgu, aYia og Reykjavíkurdætrum.
19.02.2017 - 18:01