Fjölmiðlar

Bilun hjá Víkingalottóinu

Vegna tæknibilunar tefst úrdráttur í Víkingalottóinu í kvöld. Útlit er fyrir að sjónvarpsútsending af drættinum falli niður af þessum sökum. Hún hefði átt að vera núna fyrir fréttatíma RÚV klukkan sjö.
24.05.2017 - 18:43

Nýr fréttaskýringaþáttur í sjónvarpi

Nýr fréttaskýringaþáttur í sjónvarpi hefur göngu sína á RÚV í haust. Þar verður lögð áhersla á rannsóknarblaðamennsku, fréttaskýringar og dýpri umfjöllun um fréttamál.
19.05.2017 - 20:55

Segir Pressuna skulda Birtingi, ekki öfugt

Karl Steinar Óskarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Birtings, segir í skriflegri yfirlýsingu til fréttastofu að Birtingur skuldi Pressunni enga fjármuni vegna rekstrar heldur skuldi Pressan ehf Birtingi „verulega fjármuni.“ Þá ítrekar hann að...
18.05.2017 - 20:30
Mynd með færslu

RÚV 2021 – Fjölmiðlun til framtíðar

Ráðstefna um fjölmiðlun til framtíðar fer fram í aðalmyndveri RÚV í Útvarpshúsinu við Efstaleiti í dag frá kl. 13 til 16. Bein útsending er frá ráðstefnunni á RÚV 2 og hér á RÚV.is.
18.05.2017 - 12:25

Trump íhugar að hætta með blaðamannafundi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýninn á fjölmiðla frá því áður en hann tók við embætti. Hann segir iðulega fjölmiðla flytja falskar fréttir, og á Twitter í dag veltir hann því fyrir sér hvort hann eigi að hætta blaðamannafundum...
12.05.2017 - 17:08

Stofnar eigin vef en leggur Vísi til fréttir

Fréttablaðið stofnar sinn eigin vef eftir að samningur um kaup Vodafone á öllum ljósvaka- og netmiðlum 365 taka gildi, að því gefnu að Samkeppniseftirlitið samþykki viðskiptin. Vefurinn verður mun minni umfangs en Vísir en á að styðja við bakið á...
10.05.2017 - 17:31

Óska eftir sjónarmiði almennings vegna samruna

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja gagnvart samruna Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Samruninn er talinn geta varðað almenning miklu. Samkeppniseftirlitið rannsakar nú áhrif...
10.05.2017 - 08:10

Guðlaugur og Birna kosin í stjórn RÚV

Guðlaugur Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður RÚV, var í dag kjörinn aftur í stjórn RÚV. Hann kemur í staðinn fyrir Stefán Vagn Stefánsson sem gat ekki tekið sæti í stjórninni þar sem hann er sveitastjórnarfulltrúi. Birna Þórarinsdóttir,...
26.04.2017 - 15:43

Ragnheiður í stjórn Ríkisútvarpsins

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ein af níu aðalmönnum sem Alþingi kaus í dag í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu. Kosið er í stjórn til eins árs í senn.
25.04.2017 - 14:57

Starfsmenn farnir að líta í kringum sig

Það er sameiginlegt mat starfsmanna Fréttatímans að það sé ekki raunsætt að búast við því að þeir verði kallaðir til vinnu á næstunni. Þess vegna telur fólk ráðlegt að líta í kringum sig eftir vinnu. Þetta segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri...
25.04.2017 - 14:01

Rekinn fyrir áreitni – fær milljarða greiðslu

Sjónvarpsmaðurinn Bill O´Reilly, sem nýlega var sagt upp störfum hjá sjónvarpsstöðinni Fox News, gæti fengið allt að 25 milljónir bandaríkjadala í starfslokagreiðslu. Það er jafnvirði um 2.750 milljóna íslenskra króna. O´Reilly var sagt upp í...
21.04.2017 - 15:38

Fréttatíminn kemur ekki út í dag

Enginn af þeim starfsmönnum Fréttatímans sem eiga inni laun síðan í síðasta mánuði hefur fengið greitt. Staðan er enn óbreytt frá mánaðamótum, að sögn framkvæmdastjórans Valdimars Birgissonar. Föstudagsútgáfa Fréttatímans kemur ekki út í dag.
21.04.2017 - 11:32

Fréttaþulur rekinn fyrir kynferðisofbeldi

Fox fréttasjónvarpsstöðin bandaríska, rak í dag einn helsta fréttaþul sinn og þáttastjórnanda, Bill O'Reilly. Nokkrar samstarfskonur hans hafa stigið fram að undanförnu og sakað um kynferðislegt ofbeldi. Í yfirlýsingu frá stjórnendum...
19.04.2017 - 18:53

Björn Ingi víkur úr stjórn Pressunnar

Björn Ingi Hrafnsson, sem hefur verið stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar frá stofnun útgáfufélagsins, víkur, nú þegar nýir hluthafar koma að félaginu. Þrjú hundruð milljóna króna hlutafjáraukning hjá Pressunni er á lokastigi og ný stjórn hefur...
18.04.2017 - 15:31

Rekinn af The Sun fyrir pistil um Barkley

Kelvin MacKenzie, pistlahöfundur í breska götublaðinu The Sun, hefur verið rekinn vegna ummæla sem birtust í pistli hans um íbúa Liverpool og Ross Barkley, leikmann Everton. Greinin er sögð uppfull af kynþáttafordómum en í henni líkir McKenzie...
14.04.2017 - 21:34