Fjallabyggð

Eðlilegt að enginn sjúkrabíll sé á Ólafsfirði

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir eðlilegt að enginn sjúkrabíll sé lengur á Ólafsfirði. Verið er að koma saman viðbragðsteymi einstaklinga sem bregst við í neyðartilvikum þar til bíll kemur á staðinn frá Siglufirði eða Dalvík....
13.09.2017 - 11:10

Samkennslu ekki frestað þrátt fyrir mótmæli

Dæmi eru um að fjölskyldur í Fjallabyggð íhugi flutning vegna fyrirhugaðrar sameiningar grunnskólanna í sveitarfélaginu. Kosið verður um breytingarnar innan árs, en forseti bæjarstjórnar segir að ekki komi til greina að fresta þeim.
08.08.2017 - 12:45

Rækjuúrgangur rennur í Siglufjarðarhöfn

Rækjuúrgangur úr verksmiðjunni Primex á Siglufirði rennur beint út í fjörðinn og Umverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra eru með málið á sínu borði. Stjórnarformaður verksmiðjunnar vísar á bæinn um úrbætur. Primex hefur unnið efni...
26.07.2017 - 17:37

Ósammála um fiskeldi í Ólafsfirði

Arnarlax hyggst opna vinnslu fyrir fiskeldi í Ólafsfirði sem áætlað er að geti skapað um 70 ný störf á svæðinu. Bæjarstjóri ætlar að undirrita viljayfirlýsingu á næstu dögum um að fiskeldið komi. Varaformaður Vinstri grænna gagnrýnir áformin og...
03.05.2017 - 16:39

Fjallabyggð skilar 200 milljónum í plús

Rekstrarniðurstaða Bæjarsjóðs Fjallabyggðar var jákvæð um 199 milljónir króna fyrir árið 2016. Þetta er þó 21 milljón minna en árið á undan þar sem reksturinn var um 220 milljónir í plús. Rekstrargjöld ársins 2016 námu 2.108 milljónum en voru 2.034...
24.04.2017 - 11:24

Bás hafði betur gegn Róberti í lóðadeilu

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert munnlegt samkomulag hafi verið í gildi milli Rauðku, félags í eigu athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar, og verktakafyrirtækisins Báss um að hið síðarnefnda ætti að flytja...
21.04.2017 - 21:08

Slökkvistarfi lokið á Siglufirði

Slökkvistarfi við gamla frystihúsið á Siglufirði lauk um klukkan hálf eitt í nótt. Að sögn Ámunda Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra í Fjallabyggð, voru aðstæður nokkuð erfiðar en þokkalega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Bruggsmiðjan Segull 67 er nú...
29.03.2017 - 01:13

Veðjaði á súkkulaðið

„Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, ég hafði engan reynslubanka til þess að sækja upplýsingar í,“ segir listakonan Fríða Gylfadóttir sem renndi blint í sjóinn þegar hún tók upp á því að opna súkkulaðikaffihús á Siglufirði í fyrra. Þar býr hún...
27.03.2017 - 09:25

Fyrrverandi sparisjóðsstjóri handtekinn

Tveir menn voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara á Siglufirði í morgun. Annar þeirra er Ólafur Jónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls Sparisjóðs. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu tengjast handtökurnar atviki sem kom upp við rannsókn á...
01.12.2016 - 18:50

„Hátt stillt“ útvarpstæki á borði bæjarráðs

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að takmarka aðgengi að stillingum útvarpstækis sem er í líkamsræktarstöð sundlaugarinnar á Siglufirði. Sundlaugargestir hafa kvartað undan því að útvarpstækið sé of hátt stillt en deildarstjóri...
30.11.2016 - 15:34

Meirihlutinn fallinn og annar myndaður

Slitnað hefur upp úr meirihlutasamstarfi Jafnaðarmanna í Fjallabyggð og Fjallabyggðarlistans. Ástæðan er í yfirlýsingu sögð vera trúnaðarbrestur milli oddvita Fjallabyggðarlistans og annarra bæjarfulltrúa meirihlutans. Jafnaðarmenn hafa gert...
27.11.2016 - 16:03

Gunnar bæjarstjóri sneiðir að lögreglustjóra

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sendir Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra nokkrar pillur í bréfi til innanríkisráðuneytisins vegna deilu bæjarfélagsins við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. Bæjarfélagið neitaði að borga...
25.10.2016 - 17:54

Sakar Arion banka um að ganga á bak orða sinna

Bæjarráð Fjallabyggðar segir að forsvarsmenn Arion banka hafi gengið á bak orða sinna þegar 6,7 stöðugildum var sagt upp störfum í útibúum bankans í sveitarfélaginu. Þetta sé þvert á þær yfirlýsingar sem bankinn hafi gefið bæjarráðsfulltrúum og...
04.10.2016 - 19:02

Vilja ekki borga leyfi fyrir Síldarævintýri

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur mótmælt þeirri kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra að greiddar verði 180 þúsund krónur í löggæslukostnað fyrir tækifærisleyfi til hátíðarhalda á Síldarævintýrinu á Siglufirði. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að...
28.07.2016 - 12:24

Kindur valda usla á Sigló

Sveitarfélaginu Fjallabyggð hafa borist kvartanir vegna ágangs sauðfjár í lausagöngu. Hefur fé étið af leiðum í kirkjugarði við Saurbæjarás og eins hafa kindur farið inn á svæði frístundabyggðar og skógræktar.
22.06.2016 - 14:45