Eyjaálfa

Viðsnúningur á Nýja Sjálandi

Þjóðarflokkurinn á Nýja Sjálandi, flokkur Bills English forsætisráðherra, hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og er nú aftur kominn með meira fylgi en Verkamannaflokkurinn nokkrum dögum fyrir kosningar.
20.09.2017 - 11:03

Sniglar bjargi Kóralrifinu mikla

Risasniglar gætu orðið bjargvættir Kóralrifsins mikla við Ástralíu, Great Barrier Reef. Sniglar, sem eru þeim eiginleika gæddir að leggja sér krossfiska til munns, verða ræktaðir í þeim tilgangi að éta krossfiska sem gæða sér á kóral.
18.09.2017 - 06:18

Kiri Te Kanawa hætt að syngja opinberlega

Nýsjálenska óperusöngkonan Kiri Te Kanawa er hætt að syngja opinberlega. Í viðtali við BBC segist hún hafa hætt fyrir ári, en dregið að tilkynna það þar til í dag.
13.09.2017 - 16:07

Munurinn eykst á Nýja Sjálandi

Forskot Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi hefur aukist samkvæmt nýrri könnun sem birt var í morgun. Fjórum prósentustigum munar nú á Verkamannaflokknum og Þjóðarflokknum, sem haldið hefur um stjórnartaumana á Nýja Sjálandi undanfarinn áratug.  
07.09.2017 - 07:32

Jacinda Ardern laðar að fylgi

Verkamannaflokkurinn á Nýja Sjálandi er með meira fylgi en Þjóðarflokkurinn, sem er við stjórn, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var í morgun.
31.08.2017 - 11:04

Bólusetningaandstæðingur bannaður í Ástralíu

Bandaríkjamanni, sem segist vera höfuðandstæðingur bólusetninga í heiminum, hefur verið bannað að koma til Ástralíu. Þangað hugðist hann fara í desember til að kynna bækur og aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir bólusetningar barna í Bandaríkjunum.
31.08.2017 - 06:40

Tongakóngur rak forsætsráðherrann og þingið

Tupou VI., kóngur af Tonga, rauf í morgun þing landsins og leysti forsætisráðherrann frá störfum. Stjórnarráðsskrifstofa krúnunnar gaf út opinbera tilskipun um upplausn þingsins, undirritað af konungnum, þar sem jafnframt er boðað til þingkosninga...
25.08.2017 - 06:37

Flóttamönnum á Nauru neitað um læknisaðstoð

Nærri 50 flóttamönnum og hælisleitendum sem haldið er í flóttamannabúðum á Kyrrahafseyjunni Nauru er neitað um nauðsynlega læknisþjónustu í Ástralíu, þrátt fyrir tilmæli lækna þar um. Þar á meðal eru þrjár þungaðar konur, sem samkvæmt læknisráði...
21.08.2017 - 01:28

Ætluðu að sprengja flugvél og úða eiturgasi

Tveir menn eru ásakaðir um tvenns konar tilraunir til hryðjuverka í Ástralíu. Þeir hafi annars vegar reynt að granda flugvél með sprengju að vopni og hins vegar reynt að smíða drápstæki sem átti að gefa frá sér eiturgas. Þetta er haft eftir...
04.08.2017 - 03:10

Kardínáli neitar sök í kynferðisbrotamáli

George Pell, kardínáli og fjármálastjóri Páfagarðs, neitar allri sök í kynferðisbrotamáli sem sótt er gegn honum í heimalandi hans, Ástralíu. Pell, sem er einn nánasti samstarfsmaður og ráðgjafi Frans páfa I., flaug til Ástralíu fyrr í þessum mánuði...
26.07.2017 - 03:57

Tvöfalt ríkisfang felldi ráðherra

Matthew Canavan, sem fór með auðlindamál og málefni norðurhéraða í áströlsku stjórninni, sagði af sér í morgun eftir að upplýst var að hann hefði tvöfalt ríkisfang.  Canavan er þriðji stjórnmálamaðurinn í Ástralíu sem lætur af embætti af þeim sökum.
25.07.2017 - 11:20

Eyjaskeggjar vilja aukna sjálfstjórn aftur

Eyjaskeggjar á Norfolk-eyju í Kyrrahafi eru í öngum sínum eftir að niðurstöður manntalsins í fyrra urðu ljósar. Manntalið sýnir að íbúum sem eiga ættir að rekja til Picairn-eyju fer hratt fækkandi. Íbúar telja óhreint mjög í pokahorni ástralskra...
24.07.2017 - 06:14

Kínverskt njósnaskip nærri Ástralíu

Ástralski herinn varð var við kínversk njósnaskip undan ströndum Ástralíu, skammt frá sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu. Fréttastofan Reuters hefur eftir varnarmálaráðuneyti Ástralíu að skipið hafi séð undan...
22.07.2017 - 07:16

Maðurinn fyrr á ferðinni í Ástralíu

Við fyrstu sýn virðist fornleifafundur í Ástralíu benda til þess að menn hafi sest þar að um 18 þúsund árum fyrr en áður var talið. Aldursgreiningar á haganlega útskornum hlutum í litlum helli á norðurhluta landsins benda til þess að innfæddir...
20.07.2017 - 04:22

Frumbyggjar komu mun fyrr en áður var talið

Fornleifafræðingar í Ástralíu uppgötvuðu nýverið vísbendingar um að ástralskir frumbyggjar hafi komið mun fyrr til álfunnar er áður var talið. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Í norðanverðri álfunni fundust fornmunir sem taldir eru...
20.07.2017 - 02:04