Erlent

„Mueller, þú ættir að skoða Ísland“

Timothy L. O'Brien, margverðlaunaður blaðamaður sem skrifar nú fyrir bandaríska fréttavefinn Bloomberg, heldur áfram að fjalla um viðskipti íslenska fjárfestingafélagsins FL Group og bandaríska fasteignafélagsins Bayrock og tengslin við Donald...
23.06.2017 - 14:08

FARC afvopnast að fullu

Kólumbíska skæruliðahreyfingin FARC lætur af hendi öll vopn sín í dag og lýkur afvopnun sem hófst með samningaviðræðum við kólumbísk stjórnvöld í október. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir Juan  Manuel Santos, forseta Kólumbíu.
23.06.2017 - 13:56

Hátt í 200.000 veikst af kóleru í Jemen

Nærri 193.000 manns hafa veikst af kóleru í Jemen, en óttast er að þeir verði allt að 300.000 í lok ágúst. Þetta sagði Meritxell Relano, talskona Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,  á fundi með fréttamönnum í Genf í morgun. 
23.06.2017 - 11:55

Messi sleppur líklega við fangelsisdóm

Argentíska fótboltastjarnan Lionel Messi, sem leikur með spænska stórliðinu Barcelona, sleppur að öllum líkindum við fangelsisdóm vegna skattsvika og fær þess í stað að greiða sekt.
23.06.2017 - 11:04

Eldurinn kviknaði út frá ísskáp

Eldurinn í Grenfell-turninum í Lundúnum, sem varð allt að 79 að bana, kviknaði út frá ísskáp. Þetta kemur fram hjá lögreglunni í Lundúnum. Lögreglan staðfestir jafnframt að ekki hafi verið um íkveikju að ræða.
23.06.2017 - 10:46

Abadi: Mósúl frelsuð innan fárra daga

Yfirlýsingar er að vænta á næstu dögum um frelsun borgarinnar Mósúl úr klóm hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins. Írakska sjónvarpsstöðin Sumaria hafði þetta eftir Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks í gærkvöld.
23.06.2017 - 09:46

Neita ásökunum um þjóðarmorð

Tveir af forystumönnum stjórnar Rauðu kmeranna í Kambódíu á áttunda áratug síðustu aldar neituðu ásökunum um þjóðarmorð fyrir rétti í morgun.
23.06.2017 - 08:47

Rússar skjóta á vígamenn í Sýrlandi

Flugskeytum hefur verið skotið á hryðjuverkasveitir Íslamska ríkisins í Sýrlandi frá tveimur rússneskum herskipum og rússneskum kafbáti á Miðjarðarhafi undanfarna daga. Varnarmálaráðuneytið í Moskvu greindi frá þessu í morgun.
23.06.2017 - 08:40

Þvertaka fyrir að hafa pyntað Warmbier

Yfirvöld í Norður-Kóreu þvertaka fyrir að hafa pyntað Otto Warmbier, bandaríska nemann sem var fluttur heim til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu í síðustu viku, eftir að hafa verið þar í haldi í rúmt ár. Hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða á meðan...
23.06.2017 - 08:35

Katar: Grannríki setja skilyrði

Fjögur ríki sem slitu stjórnmálasambandi við Katar fyrr í þessum mánuði hafa sett stjórnvöldum í Doha skilyrði sem þau verði að uppfylla til að fá refsiaðgerðum aflétt. Ráðamenn í Katar fá nokkurra daga frest til að verða við kröfum ríkjanna.
23.06.2017 - 08:30

Stuðningsmenn nasista afhjúpaðir í Chile

Gögn sem nýlega voru gerð opinber í Chile sýna að þarlendir stuðningsmenn nasista veittu Þjóðverjum upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni. Þá hlutu stuðningsmennirnir þjálfun í skæruhernaði og skipulögðu sprengjuárásir á námur í Chile.
23.06.2017 - 06:40

Eldflaugatilraunum haldið áfram

Norður-Kóreumenn prufukeyrðu í nótt nýja eldflaug. Þeira hafa það fyrir augum að þróa eldflaugar sem drífa til meginlands Bandaríkjanna og var tilraun næturinnar liður í þeirri vinnu. Þrátt fyrir aukinn alþjóðlegan þrýsting um að láta af hervæðingu...
23.06.2017 - 06:42

Johnny Depp hótar Trump lífláti

„Ég er ekki að gefa neitt í skyn," sagði Johnny Depp á Glastonbury tónlistarhátíðinni í gærkvöld, skömmu eftir að hafa beðið áhorfendur um að færa sér Donald Trump Bandaríkjaforseta upp á svið. Eftir óánægjuraddir meðal áhorfenda sagði Depp að...
23.06.2017 - 05:40

Blautasti júní aldarinnar í Björgvin

Veðurguðirnir hafa ekki verið Björgvinjarmönnum hliðhollir í sumar, að því er fram kom á vef norska ríkisútvarpsins, NRK, í gær. Er þetta blautasti júnímánuður síðan 1952 samkvæmt mælingum Veðurstofu Noregs, en rignt hefur alla daga mánaðarins í...
23.06.2017 - 05:09

Cosby heldur borgarafundi um kynferðisofbeldi

Gamanleikarinn Bill Cosby hyggst halda borgarafundi víða um Bandaríkin í næsta mánuði. Guardian greinir frá þessu. Þar ætlar hann að ræða við ungt fólk um kynferðisofbeldi - þá helst, miðað við orð talsmanna hans, hvernig á að forðast að vera...
23.06.2017 - 04:42