Erlent

Spánverjar björguðu hundruðum

Spænska strandgæslan bjargaði í dag nærri 600 flóttamönnum og hælisleitendum á hafinu milli Marokkó og Spánar í dag.
16.08.2017 - 15:42

Vinnustöðvun boðuð á spænskum flugvöllum

Nokkrar starfsstéttir á sautján flugvöllum á Spáni hefur boðað vinnustöðvun í 25 sólarhringa frá næsta mánuði til ársloka. Með því vill fólkið mótmæla lágum launum og slæmum vinnuskilyrðum.
16.08.2017 - 15:37

Tugþúsundir minntust Elvis Presleys

Allt fimmtíu þúsund manns komu saman í gærkvöld og nótt utan við heimili rokkkóngsins Elvis Presleys í Memphis í Tennessee og minntust þess að í dag eru liðin fjörutíu ár frá því að hann lést. Meðal þátttakenda voru Pricilla, fyrrverandi eiginkona...
16.08.2017 - 13:50

Grikkir afturkalla beiðni um aðstoð

Gríska stjórnin hefur afturkallað beiðni um aðstoð frá Evrópusambandinu vegna skógarelda nærri Aþenu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, greindi frá þessu í morgun.
16.08.2017 - 12:18

Írland: Bretar vilja áfram frjálst flæði

Breska stjórnin vill ekki neinar varðstöðvar á landamærum Írlands og Norður-Írlands eftir úrsögnina úr Evrópusambandinu.
16.08.2017 - 11:36

Sharif vill mál sitt tekið fyrir að nýju

Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, krefst þess að hæstiréttur landsins endurskoði dóm sinn frá því í síðasta mánuði þegar dómarar við réttinn komust að þeirri niðurstöðu að Sharif væri ekki hæfur til að gegna áfram embætti...
16.08.2017 - 11:19

Tíst Obama um hatur mest lækaða tíst sögunnar

Viðbrögð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við ofbeldisverkum í Charlottesville, eru orðin sú færsla á Twitter sem fengið hefur flest læk á samfélagsmiðlinum frá upphafi. Obama birti mynd úr forsetatíð sinni þar sem hann talaði við...
16.08.2017 - 10:14

40 ár frá dauða Elvis

40 ár eru í dag frá því að rokkkóngurinn Elvis Presley lést. Hann lést þann 16. ágúst 1977 úr hjartaslagi aðeins 42 ára gamall. Elvis fæddist 8. janúar 1935 í Tupelo í Missisippi.
16.08.2017 - 09:14

Líkti eyðingu fóstra með Downs við nasisma

Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, gagnrýnir Ísland fyrir fósturgreiningar sem hafa leitt til mikillar fækkunar þeirra barna sem fæðast með Downs heilkenni. Sjálf á hún átta ára gamlan son með Downs. Hún...
16.08.2017 - 07:57

Craig áfram í hlutverki Bond

Breski leikarinn Daniel Craig tekur að sér hlutverk James Bond í fimmta sinn í næstu mynd um njósnara hennar hátignar. Þetta staðfesti hann í spjallþætti Stephens Colberts, The Late Show, í nótt. 
16.08.2017 - 06:43

Nýjar ásakanir í garð Romans Polanskis

Kona, sem kom fram undir nafninu Robin, sagði frá því í gær að kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski hafi beitt sig kynferðisofbeldi árið 1973, þegar hún var aðeins 16 ára að aldri. Í yfirlýsingu, sem hún las upp í gær, segir hún að hún hafi sagt...
16.08.2017 - 06:17

Klámfengin skilaboð hjá Lincoln

Skemmdir voru unnar á Lincoln minnismerkinu í Washington í gær þegar klámfengin orð voru spreyjuð á það. Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna greindi frá þessu í gærkvöld og birti um leið mynd af skemmdarverkinu sem var á einni súlu minnismerkisins.
16.08.2017 - 05:31

Hundraða saknað í Síerra Leone

Minnst 600 manns er enn saknað í Freetown, höfuðborg Síerra Leone, eftir aurskriður og flóð í vikunni. Nærri 400 hafa þegar verið úrskurðaðir látnir víða í borginni vegna vatnsveðursins. 
16.08.2017 - 05:07

Blóðrauð nótt í Filipsseyjum

Blóðugasta nótt stríðsins gegn fíkniefnum í Filippseyjum varð síðustu nótt þegar lögreglan drap minnst 20 manns í aðgerðum sínum. Samkvæmt opinberum gögnum fór lögreglan í 26 aðgerðir vegna fíkniefnamála í 12 borgum og bæjum norður af Manila. Auk...
16.08.2017 - 04:27

Costco dæmt til hárrar sektargreiðslu

Verslanakeðjan Costco verður að greiða skartgripaframleiðandanum Tiffany 19,4 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega tveggja milljarða króna, fyrir að nota vörumerkið ólöglega.
16.08.2017 - 02:07