Efnahagsmál

Spyr hvort stjórnvöld séu gullgrafarinn

Samtök ferðaþjónustunnar hafa miklar áhyggjur af því að ferðamenn séu að stytta dvöl sína á Íslandi. Styrking krónunnar leiki atvinnuveginn grátt og þróunin komi harðast niður á landsbyggðinni.
23.04.2017 - 18:51

Ferðamenn stytta Íslandsdvölina

Vísbendingar eru um að erlendir ferðamenn séu að stytta dvöl sína á Íslandi. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri vefsíðunnar turisti.is og sérfræðingur í ferðamálum, telur styrkingu krónunnar helsta orsakavaldinn. Þá sé ferðamannaflóran á Íslandi...
23.04.2017 - 12:36

Niðurskurður hjá Flensborgarskóla

Öllu starfsfólki við ræstingar í Flensborgarskóla hefur verið sagt upp og verða þrif í skólanum boðin út. Stjórnunarstöðum hefur verið fækkað, vinnuhlutfalli breytt og yfirvinnubann verið sett á starfsmenn skólans.
21.04.2017 - 19:07

50 þúsund króna skuld velkist um í kerfinu

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar þar sem manni var gert að greiða rúmar 50 þúsund krónur vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta. Nefndin vísaði málinu aftur til efnismeðferðar. Maðurinn var á...
21.04.2017 - 14:08

Ætlar að láta gera gögnin aðgengileg ókeypis

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra vill að ríkisskattstjóri hefji undirbúning að því að setja öll opinber gögn um starfsemi fyrirtækja og eignarhald þeirra á netið, þar sem almenningur geti nálgast þau ókeypis.
21.04.2017 - 13:06

Gylfi: Hækkar sjúkrakostnað margra

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir hana fela í sér alvarlega aðför að velferðarkerfinu. „Það er auðvitað ekki velferðarþjónusta að byggja nýjan spítala. Þó við gerum ekki lítið úr því að byggja...
21.04.2017 - 06:31

Hampiðjan stærst í Ástralíu

Hampiðjan hefur náð samningum við eina af stærstu útgerðum Ástralíu um sölu á 120 rækjutrollum og er nú orðin stærsta fyrirtækið á sínu sviði þar syðra. Þetta er haft eftir Þorsteini Benediktssyni, framkvæmdastjóra Hampiðjunnar, í Morgunblaðinu í...
21.04.2017 - 03:59

Deila um skattalækkun á uppgangstímum

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra stendur við áætlun um lækkun á virðisaukaskatti þótt opinbert sérfræðingaráð telji að hún gæti ógnað stöðugleika. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Alþingi hljóti að hlusta á gagnrýni...
20.04.2017 - 19:34

Stytta bótatímabil atvinnulausra um hálft ár

Bótatímabil vegna atvinnuleysis verður stytt úr tveimur og hálfu ári í tvö ár samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að atvinnulausir fái aukna aðstoð við að komast út á vinnumarkaðinn...
20.04.2017 - 17:21

Sérfræðingar telja meira aðhald nauðsynlegt

Óháðir sérfræðingar á vegum stjórnvalda telja að fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna, samhliða lækkun efra þreps virðisaukaskatts, gæti ógnað stöðugleika í efnahagslífinu. Almennt séu stjórnvöld að stíga lausar á bensíngjöfina í...
20.04.2017 - 13:09

Þverpólitísk nefnd skoði lög um fiskveiðar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hyggst skipa þverpólitíska nefnd sem ætlað er að finna fyrirkomulag varðandi gjaldtöku í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Haft er eftir Þorgerði að eitt það helsta sem skoða...
20.04.2017 - 06:57

Gögnin ókeypis í Lúxemborg en ekki á Íslandi

Yfirvöld í Lúxemborg hafa gert ársreikninga fyrirtækja og upplýsingar um eigendur þeirra aðgengilegar ókeypis á netinu. Á Íslandi þarf hins vegar að greiða fyrir þessar upplýsingar. Ríkisskattstjóri segir það pólitíska spurningu hvort fara eigi sömu...
19.04.2017 - 20:10

Panamaskjölin gjörbreyttu möguleikum skattsins

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að viðhorf stjórnvalda á aflandssvæðum standi ekki lengur í vegi fyrir því að íslensk skattayfirvöld fái mikilvægar upplýsingar frá löndum sem áður voru treg til að veita þær. Viðhorf hafi gjörbreyst...
19.04.2017 - 14:22

Hundruð starfsmanna hafa selt hlutabréfin

Hundruð núverandi og fyrrverandi starfsmenn Landsbankans seldu í fyrra hlutabréf sem þeir fengu afhent árið 2013. Landsbankinn keypti hlutabréfin sjálfur, fyrir 1.391 milljón króna. Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, í dag.
19.04.2017 - 11:11

Mesta hækkun fasteignaverðs síðan 2006

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um nærri þrjú prósent í mars. Á síðustu tólf mánuðum hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði hækkað um 21 prósent, sem er mesta tólf mánaða hækkun síðan á árunum fyrir hrun.
18.04.2017 - 19:58