Efnahagsmál

Fjárfesta í Bretlandi fyrir 5 milljarða punda

Stjórnvöld í Katar ætla að verja fimm milljörðum sterlingspunda til fjárfestinga í Bretlandi næstu fimm árin. Abdullah bin Nasser bin Khalifa al-Thani forsætisráðherra landsins greindi frá þessu í dag. Tilgangurinn er að efla efnahag Breta eftir að...
27.03.2017 - 15:46

Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans

Jafnt kaupendur sem seljendur að hlut ríkisins í Búnaðarbankanum lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser þegar skrifað var undir kaupsamninginn 16. janúar 2003. Samkvæmt bréfi Rannsóknarnefndar Alþingis til þeirra sem...
27.03.2017 - 15:38

Uggur á Akranesi vegna áforma HB Granda

Forsvarsmenn HB Granda hafa ákveðið að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi og sameina hana vinnslunni í Reykjavík. 93 starfa við botnfiskvinnslu á Akranesi og 270 í allt hjá HB Granda á Akranesi. Á blaðamannafundi í dag sagði forstjórinn óljóst hve...
27.03.2017 - 13:59

Vilja rannsóknarnefnd um fjárfestingarleiðina

Þingmenn Pírata vilja að Alþingis skipi rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabankans, sem gerði fólki kleift að flytja gjaldeyri til landsins og skipta honum í íslenskar krónur á hagstæðara gengi en öðrum stóð til boða. „Við verðum að upplýsa...
27.03.2017 - 09:22

Mikilvægt að kynna störfin

Það er samkeppni um fólk, um vinnuafl bæði nútíðar og framtíðar. Það vantar fólk í Iðngreinar á Íslandi og í þeim tilgangi að vekja athygli ungs fólks á iðngreinum hverskonar var í síðustu viku efnt til svokallaðrar starfamessu í Fjölbrautaskóla...
27.03.2017 - 09:15

Aðkoma Hauck & Aufhäuser sögð málamyndagjörð

Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum 2003 var „aðeins til málamynda" að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Vitnað er í bréf rannsóknarnefndar Alþingis, sem blaðið hefur...
27.03.2017 - 05:40

Brýnt að forða fólki frá því að fara á örorku

Á annað hundrað manns sem áður þurftu á fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar að halda, hafa komist út á vinnumarkaðinn með aðstoð bæjarins. Sviðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ segir að brýnt sé að veita þeim enn frekari stuðning sem eftir sitji svo koma...
26.03.2017 - 14:00

„Hefur ekki tekist að endurreisa traust“

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri hjá Kviku, segir kaup þriggja vogunarsjóða og fjárfestingabankans Goldman Sachs á þrjátíu prósenta hlut í Arionbanka horfa þannig við sér að ekki hafi tekist að endurreisa traust. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður...
26.03.2017 - 11:57

Enginn einstaklingur yfir eignarmörkum í Arion

Enginn einstaklingur á, beint eða óbeint, 10% eða meira í félagi sem á meira en 1% í Arion banka. Þetta kemur fram á vef bankans. Bankinn virðist því ekki þurfa að upplýsa frekar um raunverulega eigendur sína.
24.03.2017 - 20:29

Aflandskrónueigendum brátt gert nýtt tilboð

Seðlabankinn ætlar á næstu dögum að gera aðra atlögu að snjóhengjunni svonefndu. Þeim sem enn eiga aflandskrónur verður brátt tilkynnt um kauptilboð Seðlabanka. 
24.03.2017 - 18:25

Fylgjast með hvort farið sé á svig við lög

Forsætisráðherra segir ekki óeðlilegt að bankastarfsmenn geti fengið arð vegna áhættufjárfestinga og hlutabréfakaupa í bankanum. Hann segir þó rétt að fylgjast með því hvort farið sé á svig við lög um bónusa.
24.03.2017 - 14:40

Hafa skuldbundið sig til að takmarka áhrif sín

Fjármálaeftirlitið undibýr að meta hæfi nýrra hluthafa í Arion banka til að eignast 10% eða meira í bankanum. Þetta var meðal þess sem kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með Jóni Þór Sturlusyni, aðstoðarforstjóra FME, í...
24.03.2017 - 13:23

Bankaráð krafðist þess að Már tjáði sig minna

Bankaráð Seðlabanka Íslands bókaði á fundi sínum 10. mars í fyrra að Már Guðmundsson seðlabankastjóri skyldi halda sig til hlés í umræðu um mál sem bankinn væri með í vinnslu. Tilefnið var ummæli Más um rannsókn Seðlabankans á meintum brotum...
24.03.2017 - 08:29

Umfangsmikil viðskipti á Cayman

Eftir söluna á nærri 30% hlut í Arionbanka hefur borið á kröfum um að upplýst verði um eignarhald þeirra félaga og sjóða sem keyptu þennan hlut. Kaupendur eru fjórir fyrrverandi kröfuhafar Kaupþings, en spurt er hverjir standa þar á bak við.
24.03.2017 - 07:49

Eykur gagnsæi en upplýsinga þörf

Það eykur gagnsæi í söluferli Arion banka að vogunarsjóðirnir sem ætla að kaupa hlut í honum fari fram á samþykki Fjármálaeftirlitsins sem virkir eigendur, segir Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún segir þó mikilvægt að varpa...
24.03.2017 - 07:48