Dóms- og lögreglumál

Grunaðir hryðjuverkamenn felldir í Cambrils

Spænska lögreglan felldi fjóra grunaða hryðjuverkamenn og særði einn í lögregluaðgerð í borginni Cambrils, um 100 kílómetrum suður af Barselóna. Lögreglan og innanríkisráðuneytið greindu frá þessu um miðnætti. Skömmu fyrir miðnætti beindu yfirvöld...

Bein lýsing: 13 látnir og hundrað særðir

Að minnsta kosti 13 létu lífið og yfir áttatíu slösuðust þegar sendiferðabíl var ekið í dag á hóp fólks við Katalóníutorg í miðborg Barselóna, skammt frá Il Corte Ingles verslunarmiðstöðina. Lögreglan segir að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Tveir...
17.08.2017 - 15:34

Sprengja og skotvopn fundust í Cuxhavengötu

Heimatilbúin sprengja og skotvopn fannst í fórum mannsins sem var handtekinn við Cuxhavengötu í Hafnarfirði í gær. Manninum var sleppt í gærkvöld að lokinni yfirheyrslu.
17.08.2017 - 11:23

Handtekinn eftir að hafa hótað að skjóta fólk

Sérsveit lögreglu, ásamt almennri lögreglu og slökkviliði, var send að skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag eftir að leigjandi í húsinu hótaði að vinna fólki mein með skotvopni. Að sögn Sævars Guðmundssonar,...
16.08.2017 - 15:02

Nýjar ásakanir í garð Romans Polanskis

Kona, sem kom fram undir nafninu Robin, sagði frá því í gær að kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski hafi beitt sig kynferðisofbeldi árið 1973, þegar hún var aðeins 16 ára að aldri. Í yfirlýsingu, sem hún las upp í gær, segir hún að hún hafi sagt...
16.08.2017 - 06:17

Costco dæmt til hárrar sektargreiðslu

Verslanakeðjan Costco verður að greiða skartgripaframleiðandanum Tiffany 19,4 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega tveggja milljarða króna, fyrir að nota vörumerkið ólöglega.
16.08.2017 - 02:07

Enn ein skotárásin í danska gengjastríðinu

21 árs gamall karlmaður var fluttur á sjúkrahús eftir enn eina skotárásina í Kaupmannahöfn í kvöld, nú á Amager. Þrír menn eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Lögreglan telur að þeir og maðurinn sem var skotinn hafi allir tengsl við glæpagengi.
15.08.2017 - 23:23

Staðfest að líkið er af Nika Begadze

Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra hefur staðfest að líkið sem fannst á sunnudag við bakka Hvítár, neðan Brúarhlaða, sé af georgíska hælisleitandanum Nika Begadze sem féll í ána við Gullfoss 19. júlí. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn...
15.08.2017 - 14:04

Flúði lögreglu á ofsahraða og lenti í árekstri

Lögregla handtók á áttunda tímanum í morgun tæplega fertugan mann sem hafði ekið á ofsahraða undan lögreglu um austanverða miðborgina áður en hann lauk för sinni með því að keyra á ruslafötu í eigu borgarinnar og síðan á kyrrstæðan bíl sem kastaðist...
15.08.2017 - 12:19

Dæmi um að fólk bíði afplánunar í 5 ár

„Það er alveg ömurlegt þegar Fangelsismálastofnun bankar upp á rétt áður en dómur fyrnist sem við reynum að gera ef við viljum komast hjá fyrningu. Þá er það oft þannig að fólk er búið að snúa við blaðinu, kannski búið að stofna til fjölskyldu, búið...
15.08.2017 - 08:14

Biðlisti eftir afplánun lengist

560 dæmdir menn bíða þess nú að vera boðaðir til afplánunar, en um áramót voru 550 á biðlistanum, samkvæmt tölum Fangelsismálastofnunar, sem upplýsir að 34 dómar hafi fyrnst á síðasta ári, þar sem ekki tókst að koma hinum dæmdu í afplánun í tæka tíð...
15.08.2017 - 05:23

Hafnarbúar mótmæla ofbeldisverkum glæpalýðs

Hundruð Kaupmannahafnarbúa gengu með logandi kyndla frá Blågards-torgi til Rauða torgsins á Norðurbrú á mánudagskvöld, til að mótmæla hrinu ofbeldis og skotárása sem þar hefur riðið yfir að undanförnu. Hörð og blóðug átök glæpagengja sem berjast...
15.08.2017 - 04:23

Dæmdur fyrir að áreita Swift kynferðislega

Bandarískur kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu í kvöld að útvarpsmaðurinn David Mueller hefði áreitt söngkonuna Taylor Swift kynferðislega í myndatöku fyrir tónleika hennar í Denver árið 2013. Mueller fór með hönd sína undir pils söngkonunnar og...
14.08.2017 - 23:41

Stúlka lést þegar bíl var ekið inn á pizzustað

13 ára stúlka lést og fjórir eru alvarlega slasaðir þegar bíl var ekið inn á pizzustað í úthverfi austur af París í kvöld. Talið er að bílnum hafi verið viljandi ekið inn á staðinn en ekki er þó grunur um hryðjuverk, að sögn saksóknara í bænum Meaux...
14.08.2017 - 20:33

Sóttu um uppreist æru með hreint sakavottorð

Frá árinu 1995 hefur dómsmálaráðuneytið hafnað 54 beiðnum um uppreist æru. Tvær komu frá fólki sem við nánari skoðun reyndist hafa hreint sakavottorð. Fyrir tveimur árum hafnaði ráðuneytið kröfu manns um að fá sakaruppgjöf þar sem það taldi aðstæður...
14.08.2017 - 20:02