Deilur og stríð

Hátt í 200.000 veikst af kóleru í Jemen

Nærri 193.000 manns hafa veikst af kóleru í Jemen, en óttast er að þeir verði allt að 300.000 í lok ágúst. Þetta sagði Meritxell Relano, talskona Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,  á fundi með fréttamönnum í Genf í morgun. 
23.06.2017 - 11:55

Abadi: Mósúl frelsuð innan fárra daga

Yfirlýsingar er að vænta á næstu dögum um frelsun borgarinnar Mósúl úr klóm hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins. Írakska sjónvarpsstöðin Sumaria hafði þetta eftir Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks í gærkvöld.
23.06.2017 - 09:46

Neita ásökunum um þjóðarmorð

Tveir af forystumönnum stjórnar Rauðu kmeranna í Kambódíu á áttunda áratug síðustu aldar neituðu ásökunum um þjóðarmorð fyrir rétti í morgun.
23.06.2017 - 08:47

Rússar skjóta á vígamenn í Sýrlandi

Flugskeytum hefur verið skotið á hryðjuverkasveitir Íslamska ríkisins í Sýrlandi frá tveimur rússneskum herskipum og rússneskum kafbáti á Miðjarðarhafi undanfarna daga. Varnarmálaráðuneytið í Moskvu greindi frá þessu í morgun.
23.06.2017 - 08:40

Katar: Grannríki setja skilyrði

Fjögur ríki sem slitu stjórnmálasambandi við Katar fyrr í þessum mánuði hafa sett stjórnvöldum í Doha skilyrði sem þau verði að uppfylla til að fá refsiaðgerðum aflétt. Ráðamenn í Katar fá nokkurra daga frest til að verða við kröfum ríkjanna.
23.06.2017 - 08:30

Tyrkir senda vörur til Katar

Tyrkir sendu í dag skip hlaðið matvælum áleiðis til Katar til að bregðast við skorti á nauðsynjum vegna viðskiptabanns Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein. 
22.06.2017 - 16:46

Vígamenn skráðir í gagnagrunn

Bandaríkjamenn og bandamenn sem berjast gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi eru að koma upp gagnagrunni þar sem geymdar verða upplýsingar um erlenda vígamenn sem berjast í ríkjunum tveimur.

Milljónir barna hjálparþurfi

Meira en fimm milljónir barna í Írak þurfa á brýnni aðstoða að halda. Þetta segir í tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.
22.06.2017 - 12:32

Al-Nuri-moskan jöfnuð við jörðu

Al-Nuri-moskan í Mósúl, sem talin er hafa verið byggð á 12. öld, var sprengd í loft upp í gær. Íraskir ráðamenn segja hryðjuverkasveitir Íslamska ríkisins hafa sprengt moskuna, en samtökin segja Bandaríkjamenn hafa verið að verki. 
22.06.2017 - 12:18

Ekki forgangsmál að Assad fari frá

Frakkar telja það ekki lengur forgangsmál að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands fari frá völdum því ekki sé lögmætur eftirmaður í sjónmáli.
22.06.2017 - 11:24

Tugir létust og særðust í bílsprengingu

Tuttugu liggja í valnum og fimmtíu voru fluttir á sjúkrahús þegar öflug bílsprengja sprakk í dag við banka í borginni Laskhar Gah í Afganistan. Margir eru sagðir alvarlega særðir. Fjöldi fólks var inni í bankanum þegar sprengjan sprakk, bæði...
22.06.2017 - 09:51

Orrustur í lofti heyra nánast sögunni til

Afar sjaldgæft er að orrustuþotur séu skotnar niður af öðrum orrustuþotum. Það gerðist hins vegar á sunnudaginn þegar bandarískur orrustuflugmaður skaut niður sýrlenka orrustuþotu sem hafði gert loftárásir á hversveitir í Sýrlandi sem njóta...
22.06.2017 - 07:02

Óttast um almenna borgara í Raqqa

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í dag yfir áhyggjum af almennum borgurum í Sýrlandi ekki síst í borginni Raqqa, höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið. 
21.06.2017 - 15:59

4.000 hermenn NATO við landamæri að Rússlandi

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir ekki felast ögrun í því að 4.000 Nato-hermenn reiðubúnir í orrustu séu við landamæri Lettlands, Eistlands, Litháens og Póllands að Rússlandi. Stoltenberg segir í viðtali við norska...
20.06.2017 - 14:35

„Mikilvægast að hjálpa fólki að vera heima”

Þau 29 ríki sem taka á móti kvótaflóttamönnum áætla að taka á móti innan við 100 þúsund manns á næsta ári, en 1,2 milljónir þurfa heimili í þriðja landi. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir mikilvægast að hjálpa fólki að vera heima hjá sér. Í...
20.06.2017 - 12:09