Deilur og stríð

Ódæðismaðurinn talinn hafa verið einn að verki

Talið er nær öruggt að maðurinn sem felldi fjóra og særði á fimmta tug þegar hann ók inn í hóp fólks og réðist svo á óvopnaðan lögregluvörð við breska þinghúsið í Lundúnum í gær hafi verið einn að verki. Mark Rowley, aðstoðarlögreglustjóri og...
23.03.2017 - 05:24

10 fjöldagrafir fundust í Kongó

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fundið 10 fjöldagrafir í hinu róstusama Kasai-héraði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Barbara Matasconi, fulltrúi skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í landinu, greindi frá þessu á fréttamannafundi í...
23.03.2017 - 01:44

„Það eru náttúrlega allir í sjokki“

Sigríður Torfadóttir Tulinius, sem er lokuð inni á skrifstofum breska þingsins segir fólk í áfalli vegna árásarinnar utan við þinghúsið.
22.03.2017 - 15:58

Vörpuðu sprengjum á sýrlenskan skóla

Að minnsta kosti 33 almennir borgarar létu lífið í dag í loftárás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á skóla sem notaður var sem flóttamannskýli í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Skólinn er rétt sunnan við bæinn Al-Mansoura sem er á valdi...
22.03.2017 - 09:21

Að semja um frið við morðingja

Ævi írska stjórnmálamannsins Martin McGuinness spannaði átökin sem Bretar, af alkunnri hófsemi í orðum, kalla ,,vandræðin” eða ,,the troubles”. Átök, sem stóðu í þrjá áratugi og kostuðu 3600 manns lífið. McGuinness lést í morgun og í dag rifja...
21.03.2017 - 18:46

Reyna að hjálpa almennum borgurum að flýja

Íraskar hersveitir hafa í dag reynt að hjálpa almennum borgurum að komast burt úr gamla borgarhlutanum í vesturhluta Mósúl svo hægt sé að hrekja vígamenn þaðan burt, en leyniskyttur Íslamska ríkisins reyna að hindra það.
21.03.2017 - 16:03

Vilja að Hodeida fari undir stjórn SÞ

Sádi-Arabía og samstarfsríki í hernaðinum í Jemen vilja að Sameinuðu þjóðirnar taki að sér stjórnina í hafnarborginni Hodeida eftir að tugir flóttamanna voru myrtir á leið frá borginni fyrir helgi. Ríkin vísa á bug ásökunum um að hafa verið að verki.
20.03.2017 - 12:20

Allir með í viðræðunum í Genf

Bæði fylkingar uppreisnarmanna og stjórnvalda í Damaskus hafa staðfest þátttöku í friðarviðræðum sem hefjast á ný í Genf á morgun. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu og sagði að allir þeir sem tekið hefðu þátt í síðustu lotu viðræðna í...
21.03.2017 - 10:42

Uppreisnarmenn sækja á ný að Damaskus

Uppreisnarmenn og vopnaðir hópar íslamista réðust að nýju að stöðvum sýrlenska stjórnarhersins í austurhluta Damaskus í morgun.
21.03.2017 - 09:58

Sýrlandsstjórn verður með í Genf

Fulltrúar stjórnvalda í Damaskus verða með í næstu lotu friðarviðræðna í Genf á fimmtudaginn. Rússneska fréttastofan RIA Novosti hafði þetta eftir Mikhail Bogdanov, varautanríkisráðherra Rússlands, í morgun, sem kvaðst vona að fulltrúar...
20.03.2017 - 08:35

Hóta að eyðileggja loftvarnarkerfi Sýrlands

Varnarmálaráðherra Ísraels varar Sýrlendinga við því að loftvarnarkerfi þeirra verði eytt ef fleiri flugskeytum verði beint að ísraelskum flugvélum. CNN greinir frá þessu og hefur eftir útvarpsviðtali við Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra, í...
20.03.2017 - 03:57

Harðir bardagar í Damaskus

Harðir bardagar eru í Damaskus, höfuðborg Sýrlands eftir að sveitir uppreisnarmanna og herskárra íslamista réðust í dag á búðir stjórnarhersins í borginni. Tvær bílsprengjur voru sprengdar og nokkrar sjálfsvígsárásir gerðar, að sögn Sýrlensku...
19.03.2017 - 13:21

Hundruð flutt frá Homs í Sýrlandi í dag

Hundruð sýrlenskra uppreisnarmanna og almennra borgara voru í dag flutt frá síðasta hverfinu í Homs sem stjórnarherinn hefur lagt undir sig. Samið var um flutningana fyrr í þessari viku. Þeir fara fram undir eftirlit sýrlenskra og rússneskra...
18.03.2017 - 13:37

Útilokar ekki hernað gegn Norður-Kóreu

Þolinmæði Bandaríkjamanna gagnvart Norður-Kóreu er þrotin. Þetta sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yun Byung-Se, suðurkóreskum starfsbróður sínum, í Seoul í morgun.
17.03.2017 - 10:09

Segjast hafa skotið niður ísraelska flugvél

Sýrlenski herinn segist hafa skotið niður ísraelska flugvél í nótt og hæft aðra. Ísraelsmenn vísa því á bug. Ísraelskar orrustuþotur gerðu árásir á nokkrum stöðum í Sýrlandi í nótt. 
17.03.2017 - 09:21