Deilur og stríð

Tillerson og Trump hrósa forseta Kína

Kínverjar hafa krafist þess að Norður-Kórea láti af frekari kjarnorkutilraunum. Frá þessu greindi Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í sjónvarpsviðtali við Fox fréttastöðina í gær. 
28.04.2017 - 01:58

Stjórnin í Trípólí ekki með neina áætlun

Stjórnvöld í Trípólí hafa enga áætlun um hvernig draga megi úr straumi flóttamanna og hælisleitenda frá Líbíu til Evrópu. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir embættismönnum hjá Evrópusambandinu. 
27.04.2017 - 15:42

Rússar gagnrýna árás Ísraelsmanna

Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna árás Ísraelsmanna í Sýrlandi í morgun og segja að Ísraelsmönnum og öðrum beri að forðast aðgerðir sem aukið geti spennuna í þessum heimshluta.

Útilokar ekki hernað með Bandaríkjamönnum

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, útilokar ekki þátttöku í hernaðaraðgerðum með Bandaríkjamönnum beiti sýrlenski stjórnarherinn aftur efnavopnum í stríðinu gegn uppreisnarmönnum.
27.04.2017 - 11:18

Vaxandi spenna í Kasmír

Spenna hefur farið vaxandi í indverska hluta Kasmír að undanförnu. Yfirvöld hafa af þeim sökum fyrirskipað að lokað skuli fyrir vinsæla samfélagsmiðla á Netinu á borð við Facebook, Twitter og WhatsApp vegna vaxandi átaka. 
26.04.2017 - 16:31

Enn ógn af efnavopnum

Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn efnavopnum undanfarna tvo áratugi stafar enn ógn af slíkum vopnum. Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við athöfn í höfuðstöðvum Efnavopnastofnunarinnar í Haag...
26.04.2017 - 15:47

Kínverjar áhyggjufullir

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hvatti í dag Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn til að hætta heræfingum við strendur Kóreuskaga og Norður-Kóreumenn til að leggja kjarnorkuáætlanir sínar á hilluna, til að lægja þar öldur.
26.04.2017 - 14:54

Umdeilt loftvarnarkerfi bíður uppsetningar

Umdeildu bandarísku loftvarnarkerfi var ekið á sinn stað í Suður-Kóreu í kvöld að sögn Yonhap fréttastofunnar. Sex flutningabíla þurfti til að flytja alla hluta kerfisins. Loftvarnarkerfið, THAAD, er þeim eiginleikum gætt að geta mætt flugskeytum í...
26.04.2017 - 00:39

Klofningshópur stóð að árás í St. Pétursborg

Klofningshópur út úr Al-Kaída, sem kallar sig Imam Shamil fylkið, segist hafa verið að verki þegar hryðjuverkaárás var gerð í jarðlestakerfinu í St. Pétursborg í Rússlandi í byrjun þessa mánaðar. Fimmtán létu lífið og á þriðja tug særðust. Talið er...
25.04.2017 - 21:17

Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Kóreu

Bandarískur kjarnorkukafbátur, búinn öflugum stýriflaugum, kom til hafnar í Busan í Suður-Kóreu í morgun, um svipað leyti og Norður-Kóreumenn fögnuðu 85 ára afmæli byltingarhersins með viðamikilli stórskotaliðsæfingu. Ekki kom þó til eldflauga- eða...
25.04.2017 - 06:40

Indverskir Maóistar felldu 24 lögreglumenn

Vígamenn úr röðum herskárra Maóista drápu í gær 24 lögreglumenn í Chattisgarh-ríki á Indlandi, í einni mannskæðustu árás uppreisnarmannanna um árabil. Enn fleiri liggja sárir eftir. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að lögreglumennirnir sem...
25.04.2017 - 05:31

Boðar alla öldungadeildina í Hvíta húsið

Allir 100 þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa verið boðaðir á upplýsingafund í Hvíta húsinu á miðvikudag, þar sem háttsettir embættismenn mun upplýsa þá um þróun mála á Kóreuskaganum. Varnarmálaráðherrann James Mattis og Rex Tillerson,...
25.04.2017 - 04:47

Kyrrsettu eigur sýrlenskra vísindamanna

Bandarísk stjórnvöld kyrrsettu í dag allar eignir sem starfsfólk Vísinda- og rannsóknarstofnunar Sýrlands kann að eiga í Bandaríkjunum. Þetta er gert í refsingarskyni fyrir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikun fyrr í þessum mánuði. Hátt á þriðja...
24.04.2017 - 23:48

Mattis í óvæntri heimsókn í Afganistan

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Afganistans í morgun um sama leyti og tilkynnt var að varnarmálaráðherra landsins og yfirmaður hersins hefðu sagt af sér. Þetta er fyrsta heimsókn Mattis til Afganistans í...
24.04.2017 - 09:24

Varnarmálaráðherra segir af sér vegna árásar

Abdullah Habibi, varnarmálaráðherra Afganistans, og Qadam Shah Shaheem, yfirforingi hersins, báðust í morgun lausnar og hefur Ashraf Ghani, forseti landsins, fallist á lausnarbeiðni þeirra. Þetta sagði í tilkynningu frá embætti forseta.
24.04.2017 - 08:06