Deilur og stríð

Nauðgað oft á dag í marga mánuði

Liðsmenn Íslamska ríkisins í Írak halda mörg hundruð Jasída-stúlkum í kynlífsþrælkun. Ein þeirra lýsir hræðilegum örlögum stúlkna sem lenda í klóm þeirra en henni og fjölmörgum öðrum var nauðgað oft á dag í marga mánuði.
27.02.2017 - 22:14

Mannskæðar árásir ógna friðarviðræðum

Minnst 30 létu lífið í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum á herstöðvar stjórnarhersins í borginni Homs í Sýrlandi í dag. Aðrar heimildir herma að yfir 40 hafi dáið í árásunum, sem taldar eru miða að því að koma flóknum og viðkvæmum friðarviðræðum...
25.02.2017 - 23:15

Ákærðir fyrir að undirbúa hryðjuverk

Franska lögreglan ákærði í dag tvo unga menn sem handteknir voru á þriðjudag grunaðir um að skipuleggja hryðjuverkaárás. Annar maðurinn er nítján ára, hinn 27 ára. Þeir tilheyra samfélagi salafista. Lögregla lagði hald á hríðskotariffil og...
25.02.2017 - 21:06

Tyrkneskir hermenn leita hælis í Grikklandi

Tveir tyrkneskir hermenn, sem eftirlýstir eru fyrir meinta aðild að valdaránstilrauninni í Tyrklandi í júlí í fyrra, sóttu um hæli í Grikklandi í vikunni, á þeim forsendum að líf þeirra væri í hættu, sneru þeir aftur til Tyrklands. Þetta er haft...
24.02.2017 - 03:35

Vígamenn hraktir frá Al-Bab

Hersveitir Tyrkja og hliðhollra uppreisnarmanna í Sýrlandi hafa náð sýrlenska bænum Al-Bab að mestu á sitt vald. Fikri Isik, varnarmálaráðherra Tyrklands, staðfesti þetta í dag.
23.02.2017 - 16:02

Íraksher hefur náð flugvellinum í Mósúl

Sveitir Írakshers hafa lagt undir sig flugvöllinn við borgina Mósúl og hrakið vígamenn Íslamska ríkisins þaðan. Breska útvarpið BBC greinir frá þessu og segir að það hafi tekið Íraksher fjórar klukkustundir á ná vellinum á sitt vald.
23.02.2017 - 15:48

Hart barist á Mósúl-flugvelli

Sérsveitir Írakshers og írösku lögreglunnar hafa náð stórum hluta flugvallarins í Mósúl á sitt vald og sækja að herstöð skammt frá. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir lögregluforingjanum Amir Abdul Kareem, en sveitir hans sækja að Ghozlani-...
23.02.2017 - 13:18

Íraksher kominn inn á flugvöllinn í Mósúl

Sveitir úr Íraksher eru komnar inn á flugvöllinn við borgina Mósúl. Fréttamenn frá AFP á staðnum greindu frá þessu. Þeir sögðu að stjórnarhermenn væru komnir að byggingum á vestanverðum flugvellinum.
23.02.2017 - 10:06

Fréttum um morðið útvarpað yfir landamærin

Herinn í Suður-Kóreu hefur síðustu daga útvarpað fregnum um morðið á Kim Jong-Nam í gegnum risastóra hátalara yfir landamærin til Norður-Kóreu. Suðurkóreska sjónvarpsstöðin MBC greindi frá þessu í morgun.
23.02.2017 - 09:48

Býst ekki við miklum árangri

Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, segist ekki búast við meiriháttar árangri í friðarviðræðum stríðandi fylkinga, sem hefjast í Genf á morgun. Forystumenn helstu fylkinga hafa boðað þátttöku í viðræðunum.
22.02.2017 - 17:41

Nýr forseti í Sómalíu

Mohamed Abdullahi Mohamed sór í dag embættiseið sem forseti Sómalíu, en hann hann fór með sigur af hólmi í forsetakosningum sem fram fóru á þingi landsins fyrr í þessum mánuði. 
22.02.2017 - 15:05

Breti gerði sjálfsvígsárás í Mósúl

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið segja að breskur ríkisborgari, Ronald Fiddler, hafi gert sjálfsmorðssprengjuárás á írakska stjórnarhermenn suður af Mosulborg í Írak í vikunni. Fiddler þessi var handtekinn í Afganistan 2002 og var fangi í...

Hættuleg hatursorðræða stjórnmálamanna

Mannréttindasamtökin Amnesty International vara við afleiðingum hatursorðræðu áhrifamanna á heimsvísu. Málflutningur manna á borð við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseta, Viktor Orban, forseta Ungverjalands og Recep...
22.02.2017 - 05:26

Deilt um dóm í Ísrael

Ísraelskur hermaður sem skaut til bana særðan Palestínumann í Hebron á vesturbakka Jórdanar í mars í fyrra var í morgun dæmdur í eins og hálfs ár fangelsi. Palestínumenn fordæma niðurstöðuna. 

Finnar ætla að efla varnir

Finnska stjórnin hefur samþykkt nýja varnarmálaáætlun fyrir landið. Gert er ráð fyrir að varnir verði efldar og meira fé varið til landvarna. Stjórnin kynnti nýju áætlunina og og Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra, sagði að aukningin væri hófleg...
20.02.2017 - 21:30