
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Á degi íslenskrar tónlistar, 1. desember, var tónskáldið og textahöfundurinn Magnús Eiríksson fyrstur til að hljóta ný heiðursverðlaun Tónlistarráðs sem bera heitið Þakkarorða íslenskrar tónlistar. Í þættinum er sýnt frá viðburðinum sem haldinn var í Eldborg í Hörpu, þar sem lög Magnúsar voru flutt af fremsta tónlistarfólki landsins, og ferill hans rifjaður upp í myndum, tónum og tali. Meðal þeirra sem fram koma eru Bríet, Ragga Gísla, Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjáns, Mugison, KK og Valdimar Guðmundsson. Kynnar eru Jón Jónsson og Salka Sól. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson. Framleiðsla: RÚV, Tónlistarmiðstöð, Harpa og Menningar- og viðskiptaráðuneytið.
Heimildarmynd um rithöfundinn Ólaf Hauk Símonarson, feril hans og verk. Arthúr Björgvin Bollason tekur Ólaf Hauk tali og vinir og samferðarmenn tala um kynni sín af honum. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson. Framleiðsla: Eggert Gunnarsson.
Heimildarþáttur um leghálskrabbamein á Íslandi. Í þættinum er rætt er við lækna um meðhöndlun sjúkdómsins og konur segja frá reynslu sinni. Orsök leghálskrabbameins er vel þekkt en það uppgötvast oft seint. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson.
Heimildarmynd frá 2021 um hvernig söngur í kór getur haft langvarandi jákvæð áhrif á börn og unglinga. Rætt er við núverandi og fyrrverandi félaga í barna- og unglingakórum Selfosskirkju um hvernig kórsöngurinn hefur mótað þau. Dagskrárgerð: Anna Edit Dalmay.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni Sjónvarpsins á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.
Á ljósmyndinni sem fjallað er um sjást tvær ungar konur í leðurjökkum með gríðarmikla hárkamba dansa á Rykkrokki í Fellahelli 1987. Petra Björk Pálsdóttir segir frá tilefninu, aðdraganda þess að hún og vinkona hennar, Þórgunnur Eyfjörð Pétursdóttir, klæddust eins og pönkarar og frá pönkmenningunni á Akureyri.

Jöklarnir hafa hopað og allar þjóðsagnaverurnar úr gömlu bókunum eru komnar fram í dagsljósið. Ormhildur og Albert gamli leggja af stað í leiðangur með Guðrúnu og Brynhildi. Þau ætla að fremja galdraseið til að kveða vættirnar aftur inn í jöklana. Allt fer á hliðina þegar Albert er tekinn höndum og hópurinn hrapar í fjallinu. Á ferðalaginu uppgötvar Ormhildur að hún býr yfir leyndum hæfileika og kemst að því að töfraverurnar eru ekki allar þar sem þær eru séðar.
Ormhildur sækir nykratað við Nykurvatn til að setja á eldinn. Óvart kemur lítið nykurfolald með henni heim. Litla skrímslið veldur uppnámi á eyjunni.
Íbúarnir eru þjáðir af þorsta því Hallgrímur hefur sölsað undir sig allt vatnið. Hann bælir reiði þeirra með göldrum. Hann vill ekki að Albert noti galdra til að láta allt verða eins og það var fyrir flóðið.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Ómissandi endapunktur sjónvarpsársins. Einvalalið leikara og skemmtikrafta rýnir í fréttir, viðburði og uppákomur ársins. Handritshöfundar eru Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Jón Ragnar Jónsson, Karen Björg Eyfjörð og Ólafur Ásgeirsson. Leikstjórn: Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason. Framleiðsla: Atlavík.
Rómantísk kvikmynd frá 2015. Þegar Adaline er 29 ára lendir hún í slysi sem veldur því að hún hættir að eldast. Í átta áratugi forðast hún að mynda tengsl við fólk af ótta við að upp komist um leyndarmál hennar, þar til hún hittir Ellis og verður ástfangin. Þegar hún hittir foreldra hans og áttar sig á að sannleikurinn gæti komið í ljós tekur hún afdrifaríka ákvörðun. Leikstjóri: Lee Toland Krieger. Aðalhlutverk: Blake Lively, Michiel Huisman og Harrison Ford.

Suðurkóresk spennumynd um rannsóknarlögreglumann sem rannsakar dauða manns sem féll fram af kletti. Meðan á rannsókninni stendur kynnist hann dularfullri eiginkonu þess látna og þau þróa með sér flókið samband. Leikstjóri: Park Chan-wook. Aðalhlutverk: Park Hae-il, Tang Wei og Lee Jung-hyun. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.
Eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum 2008 var Ísland ekki með á HM 2009. Næsta mót silfurliðsins var því EM 2010 í Austurríki. Það fór brösuglega af stað og eftir tvö jafntefli varð Ísland að vinna Danmörku í lokaleik riðlakeppninnar til að falla ekki úr keppni á fyrstu hindrun. Danir voru ríkjandi Evrópumeistarar og vaxandi risaveldi. Danir sáu ekki til sólar gegn vörn Íslands og íslenskur sigur varð niðurstaðan. Íslenska liðið hélt svo áfram og vann bronsverðlaun á mótinu. Aron Pálmarsson stökk á þessu móti fram á alþjóðasviðið með íslenska liðinu og drakk í sig reynslu manna á borð við Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Atlason, Snorra Stein Guðjónsson, Róbert Gunnarsson, Ólaf Stefánsson og Alexander Petersson.