
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi býður krökkunum sínum upp á holla lautarferð en sumir kjósa frekar að borða ormana!
Í myndinni fylgjumst við með slökkálfunum Loga og Glóð en hér kljást þau við hinn leiðinlega Varg.
Í myndinni er lögð áhersla á að kynna fyrir börnum nauðsyn þess að á hverju heimili séu reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnateppi. Einnig eru þau minnt á neyðarnúmerið 112.
Elli íkorni og Lóa bjarnarhúnn fara á kostum í þessari ævintýralegu vetrarmynd. Fylgstu með þeim upplifa allt sem þessi kaldasta árstíð hefur upp á að bjóða, frá hátíðlegum fjölskyldustunum til hörku snjóboltabardaga.
Talsett teiknimynd um lífið í Múmíndal. Dag einn uppgötvar Múmínsnáðinn að eitthvað skrýtið hefur gerst í Múmíndal - allt er orðið grátt. Spekingarnir í dalnum fullyrða að halastjarna sé skýringin sem sé í þann mund að rekast á jörðina.
Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem farið verður yfir helstu skandala og atvik ársins. Þar fáum við að sjá vel valin innsend atriði frá krökkum í bland við önnur atriði.
Nú kemur eitt ár enn, það er alltaf annar séns þó þeir fullorðnu séu alveg í ruglinu.
Upptaka af uppsetningu Leikhópsins Lottu á leikritinu um Rauðhettu og úlfinn. Sagan gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og vísa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Við kynnumst þremur grísum og ævintýrum þeirra, systkinunum Hans og Grétu og pabba þeirra sem er veiðimaður, norninni og ömmu gömlu. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Höfundur: Snæbjörn Ragnarsson. Leikendur: Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen, Árni Beinteinn Árnason, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson.
Íslensk verðlaunastuttmynd frá 2023 um Breka sem er 11 ára og þráir ekkert heitar en viðurkenningu frá stóru systur sinni. Dag einn, þegar Breki er einn heima, stelst hann inn í herbergið hennar og prófar sig áfram með fötin hennar og farða. Myndin vann til verðlauna á Eddunni og Stockfish auk þess sem hún var valin besta norræna stuttmyndin á Buster-kvikmyndahátíðinni í Danmörku. Aðalhluverk: Kormákur Cortes, Anja Sæberg, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Bjarni Snæbjörnsson. Leikstjóri: Anna Karín Lárusdóttir. Framleiðsla: Sensor.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Árni Helgason, Bergsteinn Sigurðsson, Elísabet Inga Sigurðardóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Jón Jónsson, Kristrún Frostadóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og engin önnur en Laufey Lín.
Atli Fannar fer yfir Fréttir Ársins.
Berglind Festival fer yfir árið á internetinu.
Manneskjur ársins koma í viðtal en samkvæmt Vikunni eru það starfsmenn og sjálfboðaliðar sem vinna við skaðaminnkandi úrræði.
Steini og Silva flytja lagið Hvað ertu að gera á gamlárs?
Laufey flytur lagið Silver Lining.
Árný endar þáttinn á laginu Hin gömlu kynni.
Íslensk stuttmynd frá 2020 um Karen, níu ára stúlku sem hefur alltaf dreymt um að hitta pabba sinn. Hann er leikari og búsettur í London og sveipaður töfraljóma í huga Karenar. Ósk hennar rætist þegar hún heimsækir hann en í leiðinni opnast augu hennar fyrir því að hann er kannski ekki sá faðir sem hún vonaðist eftir. Leikstjóri: Inga Lísa Middleton. Aðalhlutverk: Hera Hilmarsdóttir, Sam Keeley og Hrafnhildur Eyrún Hlynsdóttir. Framleiðsla: Zik Zak kvikmyndir, Fenrir Films, La Paz Films og Obbosí.
Ævintýraleg kvikmynd fyrir alla fjölskylduna. Emma Thompson snýr aftur sem stranga barnfóstran Fía fóstra. Nú kemur hún til aðstoðar ungri móður sem á í mesta basli með óþekktarormana sína. Aðalhlutverk: Emma Thompson, Maggie Gyllenhaal og Ralph Fiennes. Leikstjóri: Susanna White.
Fjölskyldumynd byggð á samnefndri metsölubók eftir Gunnar Helgason. Hinn tíu ára gamli Jón Jónsson keppir með liði sínu, Fálkum, á fótboltamóti í Vestmannaeyjum. Þar kynnist hann Ívari, jafnaldra sínum úr ÍBV sem þarf óvænt á hjálp að halda, og allt í einu eru átökin bundin við fleira en fótboltavöllinn. Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson. Aðalhlutverk: Lúkas Emil Johansen, Viktor Benóný Benediktsson, Ísey Heiðarsdóttir, Róbert Luu, Jóhann G. Jóhannsson og Óli Gunnar Gunnarsson.

Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem unga kynslóðin gerir upp árið. Leikstjóri: Árni Beinteinn.
Einhver hefur stolið Krakkafréttannálnum! Fréttamenn KrakkaRÚV þurfa að rifja upp það sem stóð upp úr á árinu með hjálp góðra gesta í von um að endurheimta annálinn.
Einhver hefur stolið Krakkafréttannálnum! Fréttamenn KrakkaRÚV þurfa að rifja upp það sem stóð upp úr á árinu með hjálp góðra gesta í von um að endurheimta annálinn.

Ómissandi endapunktur sjónvarpsársins. Einvalalið leikara og skemmtikrafta rýnir í fréttir, viðburði og uppákomur ársins. Handritshöfundar eru Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Jón Ragnar Jónsson, Karen Björg Eyfjörð og Ólafur Ásgeirsson. Leikstjórn: Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason. Framleiðsla: Atlavík.

Kveðja frá Ríkisútvarpinu.

Samantekt á tónlistarupptökum RÚV frá árinu sem er að líða. Meiri tónlist, minna mas, gleðilegt ár!

Tónlistarþáttur með úrvali af íslenskri tónlist sem RÚV hefur tekið upp og sýnt á undanförnum árum. Sýnd verða meðal annars brot úr Tónaflóði á Menningarnótt og Tónaflóði um landið.

Iceland's iconic end-of-year comedy show. Some of the country's most talented comedy writers and actors delve into the year's biggest events. This year's writers are: Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Jón Ragnar Jónsson, Karen Björg Eyfjörð and Ólafur Ásgeirsson. Directors: Allan Sigurðsson and Hannes Þór Arason.