Blönduósbær

Þreifingar í sameiningu sveitarfélaga NV-lands

Sveitarfélögin Skagafjörður og Skagabyggð eru að hefja formlegar sameiningarviðræður. Formaður samninganefndar og oddviti Skagabyggðar segir öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra sterkari sameinuð. Oddviti Húnaþings vestra segir...

Segir uppsögn brjóta samkomulag frá 2007

Formaður Landssambands lögreglumanna er ósáttur við að yfirlögregluþjóni á Blönduósi hafi verið sagt upp störfum. Hann segir að uppsögnin brjóti samkomulag sem gert var við dómsmálaráðherra árið 2007. 
22.05.2017 - 16:17

Yfirlögregluþjóni á Blönduósi sagt upp

Öðrum yfirlögregluþjóninum hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið á Blönduósi, var sagt upp í gærmorgun án fyrirvara og staða hans lögð niður. Hann hefur starfað hjá lögreglunni á Blönduósi í rúm 36 ár. Ástæðan er hagræðing innan...
19.05.2017 - 12:20

Markmiðið að upphefja textílinn

„Textíll er bara grunnurinn að því að við getum lifað, það var það fyrsta sem við þurftum að búa til, einhverjar spjarir til að halda á okkur hita,“ segir Jóhanna Ela Pálmadóttir framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands sem er til húsa í gamla...
13.03.2017 - 11:45

Mikil laxagengd og veiði í Blöndu

Laxagengd hefur sjaldan verið jafnmikil í Blöndu og í ár. Metveiði hefur einnig verið í ánni það sem af er sumri.
21.06.2016 - 15:54

Kínverskir fulltrúar kanna álversstæðið

Sveitarstjórnarmenn vilja hefja viðræður við stjórnvöld og Landsvirkjun um afhendingu orku úr Blönduvirkjun í heimabyggð sem fyrst. Það taki þó tíma að kanna hvort álver sé endilega besti nýtingarkosturinn. Íbúar á svæðinu sýni þessu skilning.
04.07.2015 - 19:23

Við viljum Vilkó!

Vilkó er fyrirtæki sem fylgt hefur landsmönnum í hartnær hálfa öld en á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á matarvenjum þjóðarinnar.
19.01.2015 - 12:08

Austur-Húnavatnssýsla komin á kortið

Ferðamannatímabilið hefur lengst nokkuð í Austur-Húnavatnssýslu. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Blönduósi segir að hið opinbera þurfi að styðja betur við uppbyggingu ferðaþjónustunnar á svæðinu.
14.08.2014 - 09:17

Listi fólksins sigraði á Blönduósi

Mjótt var á munum á Blönduósi, en þar sigraði Listi fólksins með naumum meirihluta, fékk 50,97 prósent atkvæða og fjóra menn kjörna, en J-listinn 49,03 prósent atkvæða og þrjá menn. Kjörsókn var 83,75 prósent.

Allt um sveitarstjórnarkosningar á vefnum

Kosið verður til sveitarstjórna 31. maí. Fjallað verður ítarlega um kosningarnar og aðdraganda þeirra í fréttum RÚV, í útvarpi, sjónvarpi og vef. Allar upplýsingar verða aðgengilegar á kosningavef RÚV.

Valgarður leiðir L-lista í Blönduósbæ

L-listi fólksins, sem nú er með meirihluta í Blönduósbæ, kynnti í morgun framboðslista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí. Listinn er samstarfsvettvangur Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, auk þess sem fólk utan...

Hörður leiðir J-lista í Blönduósbæ

J-listi umbótasinnaðra Blönduósinga með almannaheill og jafnræði að leiðarljósi býður nú fram í fyrsta sinn í Blönduósbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Nokkrir fulltrúar Samfylkingarinnar, sem hefur haft þrjá menn í bæjarstjórn, taka þátt í...

Blönduósbær

Sveitarfélagið hét áður Blönduóshreppur en fékk kaupstaðaréttindi árið 1988. Eftir það var nafninu formlega breytt í Blönduósbær. Engihlíðarhreppur sameinaðist bænum árið 2001.
05.05.2014 - 16:26

Fimmfalda veltuna

Fyrirtækið Ísgel á Blönduósi hefur fimmfaldað veltuna frá því nýir eigendur komu að því fyrir fimm árum. Mest framleiðir fyrirtækið af kælimottum sem notaðar eru þegar fiskur er fluttur ferskur með flugi úr landi. Og fyrirtækið hefur lagt drög að...
17.02.2014 - 13:48

Takmarkaður áhugi á sameiningu

Ólíklegt er að formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu hefjist á þessu kjörtímabili. Fyrr í vetur var kynnt skýrsla sem sýndi fram á hagkvæmni slíkrar sameiningar.