Austurland

Fimm byggingar fundnar í landnámsbæ á Stöð

Landnámsskáli í Stöðvarfirði er mun stærri en áður var talið og undir honum er enn eldri skáli sem gæti verið frá forstigi landnáms. Fimm byggingar hafa fundist við uppgröftinn og í gólfi elsta skálans fannst í gær munstraður silfurhringur....
22.06.2017 - 21:21

Héraðsverk og MVA buðu lægst í Berufjarðarbotn

Héraðsverk og MVA á Egilsstöðum buðu lægst í nýjan veg um Berufjarðarbotn en tilboð voru opnuð í gær. Þau buðu tæpar 843 milljónir sem er rúmum 35 milljónum yfir kostnaðaráætlun.
21.06.2017 - 18:12

Örlög þjóðvegar 1 um Austurland ráðast í sumar

Jón Gunnarsson samgönguráðherra tilkynnir ákvörðun um framtíðarlegu þjóðvegar eitt um Austurland fyrir sumarlok. Þetta er svar ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Vegagerðin skilaði fyrir þó nokkru skýrslu þar sem farið er yfir málið en...
21.06.2017 - 18:02

Sitja fyrir silungi með ólöglegum veiðarfærum

Lögreglan á Austurlandi hefur beðist afsökunar á að hafa bannað konu og tveimur drengjum að veiða á bræðslubryggjunni í Neskaupstað. Lögreglan taldi sig vera að gæta réttmætra hagsmuna Veiðifélags Norðfjarðarár en í ljós kom að þeim var heimilt að...
21.06.2017 - 12:36

Raftruflanir eyðilögðu sólbaðsstofuna Bronz

Eigandi sólbaðstofunnar Bronz á Egilsstöðum segir að raftruflanir sem urðu þann 17. maí hafi eyðilagt fyrirtækið. Það hefur hætt rekstri en þrír ljósabekkir sólbaðstofunnar skemmdust það mikið að ekki þótti svara kostnaði að gera við og eru þeir því...
20.06.2017 - 12:34

Fimleikahús rís á Egilsstöðum

Fljótsdalshérað ætlar að veita 202 milljónum í nýtt fimleikahús og viðbyggingu við íþróttahús á Egilsstöðum. Framsóknarmenn í bæjarstjórn töldu ótímabært að lofa framkvæmdafé í verkið meðan óvíst væri hvort fjölga þyrfti leikskólaplássum.
20.06.2017 - 09:34

Munkarnir fengu dýrlingsbein í nýju kirkjuna

Kapúsínamunkarnir á Reyðarfirði vígðu í gær reisulega bjálkakirkju sem hefur verið í smíðum í meira en tvö ár. Kirkjugripirnir eru flestir úr Góða hirðinum eða heimasmíðaðir enda sóru munkarnir þess eið að lifa í fátækt en í kirkjunni má þó finna...
18.06.2017 - 09:48

Óæskilegt að fólk flauti og berji húsbíla utan

Dæmi eru að um að Íslendingar leggist á flautuna eða berji utan húsbíla erlendra ferðamanna sem gista utan tjaldsvæða. Verkefnisstjóri hjá Austurbrú segir mikilvægt að taka á málum án þess að sýna dónaskap. Á Austurlandi geta íbúar fengið útrás með...
16.06.2017 - 13:09

Síldarvinnslan endurnýjar ísfisktogarana

Síldarvinnslan áformar að endurnýja allan ísfisktogaraflota fyrirtækisins á næstu árum. Þetta kom fram á aðalfundi Síldarvinnslunnar á föstudaginn var, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.
15.06.2017 - 11:25

Þarf ekki lengur að láta bera sig ofan í

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða stórbatnaði í sundlaug Egilsstaða í dag þegar færanlega stólalyfta var tekin í notkun.
14.06.2017 - 21:54

Allt að tólffalt flúor í beinum lamba

Flúor frá álveri Alcoa Fjarðaáls safnast upp í beinum grasbíta sem ganga í Reyðarfirði og þar sem það mælist mest í lömbum er það að meðaltali næstum tólffalt á við það sem eðlilegt getur talist. Ekki hafa þó fundist merki um að flúorið hafi skaðað...
13.06.2017 - 21:35

Gerðu þarfir sínar við leikskóla á Egilsstöðum

„Það er rosa skemmtilegt að koma út að leika sér og útlendingar búnir að tjalda við girðinguna og farnir að gera þarfir sínar,“ segir Fanney Ósk Ríkharðsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðum.
13.06.2017 - 14:26

Næstum milljón laxaseiði í kvíar í Reyðarfirði

Fyrirtækið Laxar fiskeldi setur fyrstu laxaseiðin í eldiskvíar í Reyðarfirði í næstu viku. Tæplega milljón seiði verða flutt frá eldisstöð í Þorlákshöfn í sérstökum brunnbáti. Vinna við að setja nætur í átta eldiskvíar í Reyðarfirði er nú í fullum...
13.06.2017 - 13:00

Landvörður reynir að stöðva silfurbergsþjófnað

Sérstakur landvörður verður ráðinn í sumar til að verja fágætt silfurberg í Helgustaðanámu fyrir óprúttnum steinasöfnurum. Tærir kristallar úr silfurbergi voru fyrr á öldum eftirsóttir til rannsókna vegna sérstaks ljósbrots.
13.06.2017 - 10:00

Gleði á Sjómannadegi um allt land

Hátíðardagskrá var um allt land í tilefni Sjómannadags. Sólin skein og veðrið lék við gesti í Reykjavík þar sem Hátíð hafsins fór fram. Á Neskaupstað og á Akureyri var sömuleiðis mikil gleði við völd, líkt og eftirfarandi myndir bera með sér. 
11.06.2017 - 17:07