Átök í Sýrlandi

Almennir borgarar falla í Raqqa

Sautján almennir borgarar, þar af fimm börn, féllu í dag í loftárásum á svæði í borginni Raqqa sem vígamenn Íslamska ríkisins ráða enn yfir. Árásirnar hafa staðið yfir síðan í byrjun vikunnar, að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar. Alls hafa 38...
16.08.2017 - 20:30

Vígamenn missa tökin í Homs

Sýrlenski stjórnarherinn hefur hrakið vígamenn Íslamska ríkisins út úr bænum Al-Sukhna í héraðinu Homs í austurhluta Sýrlands. Þarlendir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Al-Sukhna er síðasti bærinn í héraðinu sem var á valdi vígasveitanna. Hart...
12.08.2017 - 08:23

29 óbreyttir borgarar féllu í árásum á Raqqa

29 almennir borgarar fórust í loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á sýrlensku borgina Raqqa í gær. Þetta hefur Al Jazeera-fréttastöðin eftir Sýrlensku mannréttindavaktinni, sem aftur sækir sínar upplýsingar til sjónarvotta og íbúa á...

Sömdu um vopnahlé í Homs

Stjórnarherinn í Sýrlandi og sveitir uppreisnarmanna hafa samið um vopnahlé í norðurhluta Homshéraðs. Það gekk í gildi klukkan níu í morgun að okkar tíma. Varnarmálaráðuneyti Rússlands greindi frá þessu í dag. Þar segir að gengið hafi verið frá...
03.08.2017 - 09:21

SDF að ná suðurhverfum Raqqa

Vopnaðar sveitir Kúrda og araba, SDF, hafa nú á valdi sínu meira en helming borgarinnar Raqqa, höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í Sýrlandi, og eru í þann veginn að ná fullum yfirráðum í suðurhluta hennar.
01.08.2017 - 10:09

Vígamenn hverfa frá landamærum Líbanons

Allt var með kyrrum kjörum í fjöllum Jurud Arsal á landamærum Líbanons og Sýrlands í morgun, en þar hófst í nótt vopnahlé milli Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Fateh al-Sham, sem áður kallaði sig Al-Nusra. 
27.07.2017 - 08:21

Staðfestir að stuðningi hafi verið hætt

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í gær að hætt hefði verið stuðningi við hópa uppreisnarmanna sem barist hefðu gegn Assad Sýrlandsforseta og stjórn hans. Forsetinn vísaði hins vegar á bug fullyrðingum í blaðinu Washington Post að það...
25.07.2017 - 08:21

CIA hættir stuðningi við uppreisnarmenn

Bandaríska leyniþjónustan CIA ætlar að hætta stuðningi við hópa uppreisnarmanna í Sýrlandi sem berjast gegn Assad forseta. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum stuðningi Bandaríkjamanna við uppreisnarmenn.
20.07.2017 - 08:11

Hart sótt að vígamönnum í Raqqa

Sveitir uppreisnarmanna í Sýrlandi, SDF, sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna, halda áfram sókn sinni gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins í höfuðvígi samtakanna í borginni Raqqa.
17.07.2017 - 09:09

Tillerson vill vinna með Rússum

Bandaríkin eru reiðubúin að vinna með Rússum að því að koma á flugbannsvæðum í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í gærkvöld. Hann sagði Rússa gegna lykilhlutverki við að koma á stöðugleika í landinu. Auk...
06.07.2017 - 03:58

Ekki náðist samkomulag í Astana

Ekki náðist samkomulag um útfærslu svonefndra griðasvæða í Sýrlandi í friðarviðræðum sem fram fara í Astana í Kasakstan.  
05.07.2017 - 15:03

Sóknin heldur áfram í Raqqa

Bandalag vopnaðra sveita Kúrda og Araba sækja hægt fram í borginni Raqqa, höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið í Sýrlandi, en mæta þar harðri mótspyrnu.
05.07.2017 - 13:08

Útfæra áætlun um öryggissvæði í Sýrlandi

Ný umferð viðræðna um frið í Sýrlandi er hafin í Astana í Kasakstan og er áhersla lögð á að útfæra áætlun um sérstök öryggissvæði í landinu.
05.07.2017 - 11:53

Rufu borgarmúra miðborgar Raqqa

Vígasveitir sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna hafa brotið sér leið í gegnum borgarmúra gömlu miðborgarinnar í Raqqa í Sýrlandi, einu síðasta vígi Íslamska ríkisins. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá yfirstjórn Bandaríkjahers í Miðausturlöndum....
04.07.2017 - 05:22

Níu létust í sjálfsvígsárás í Damaskus

Að minnsta kosti níu eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás á Tahir-torgi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands í dag. Fimmtán særðust í árásinni, að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar. Hermenn og almennir borgarar létust í árásinni.
02.07.2017 - 08:24