Átök í Sýrlandi

Rússar skjóta á vígamenn í Sýrlandi

Flugskeytum hefur verið skotið á hryðjuverkasveitir Íslamska ríkisins í Sýrlandi frá tveimur rússneskum herskipum og rússneskum kafbáti á Miðjarðarhafi undanfarna daga. Varnarmálaráðuneytið í Moskvu greindi frá þessu í morgun.
23.06.2017 - 08:40

Vígamenn skráðir í gagnagrunn

Bandaríkjamenn og bandamenn sem berjast gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi eru að koma upp gagnagrunni þar sem geymdar verða upplýsingar um erlenda vígamenn sem berjast í ríkjunum tveimur.

Ekki forgangsmál að Assad fari frá

Frakkar telja það ekki lengur forgangsmál að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands fari frá völdum því ekki sé lögmætur eftirmaður í sjónmáli.
22.06.2017 - 11:24

Orrustur í lofti heyra nánast sögunni til

Afar sjaldgæft er að orrustuþotur séu skotnar niður af öðrum orrustuþotum. Það gerðist hins vegar á sunnudaginn þegar bandarískur orrustuflugmaður skaut niður sýrlenka orrustuþotu sem hafði gert loftárásir á hversveitir í Sýrlandi sem njóta...
22.06.2017 - 07:02

Óttast um almenna borgara í Raqqa

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í dag yfir áhyggjum af almennum borgurum í Sýrlandi ekki síst í borginni Raqqa, höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið. 
21.06.2017 - 15:59

Álíta flugvélar Bandaríkjanna skotmörk

Stjórnvöld í Rússlandi hafa tilkynnt bandarískum yfirvöldum að þau muni líta á flugvélar þeirra sem skotmork og fylgjast með þeim sem slíkum. Þetta gera þau vegna þess að Bandaríkjaher skaut niður flugvél sýrlenska hersins sem gerði loftárásir á...
19.06.2017 - 13:42

Enn syrtir í álinn í Sýrlandi

Átök harðna enn í Sýrlandsstríðinu og flækjustigið hækkar eftir nýjustu árásir Bandaríkjamanna og Írana á ólík skotmörk í landinu síðasta sólarhringinn. Þótt erfitt sé að ímynda sér að ástandið í Sýrlandi geti versnað vekja aðgerðir þessara tveggja...
19.06.2017 - 03:49

Vopnahléi lýst yfir í Daraa

Sýrlenski stjórnarherinn lýsti í dag yfir tveggja sólarhringa vopnahléi í borginni Daraa í suðurhluta Sýrlands þar sem barist hefur verið af hörku síðustu daga. Yfirstjórn hersins sagði vopnahléið hafa tekið gildi á hádegi og væri ætlaði til að ýta...
17.06.2017 - 18:37

Leiðtogi Íslamska ríkisins mögulega fallinn

Yfirvöld hermála í Rússlandi telja líklegt að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, hafi fallið í loftárás í síðasta mánuði. Í yfirlýsingu frá rússneska hernum segir að loftárás hafi verið gerð 28. maí síðastliðinn...
16.06.2017 - 08:15

Efast um fréttir af dauða Baghdadis

Bandarískir herforingjar hafa engar upplýsingar fengið til að staðfesta það hvort Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna íslamska ríkið, sé lífs eða liðinn. Voice of America greinir frá þessu á vef sínum.

Náðu hluta borgarinnar Raqqa í Sýrlandi

Hersveitir bandalags araba og Kúrda í Sýrlandi, SDF, þokuðu sér í dag inn í vesturhluta borgarinnar Raqqa, studdir flugsveit Bandaríkjahers. Þær hafa setið um borgina mánuðum saman. Herliðið lenti í hörðum bardögum við vígasveitir...

Bandarískur vígamaður sakfelldur

Bandaríkjamaður, sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og samþykkti að verða sjálfsvígsárásarmaður, var sakfelldur í heimalandi sínu í gær fyrir samstarf við samtökin.

21 flóttamaður féll í loftárás bandamanna

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra gerðu loftárás á borgina Rakka í Sýrlandi í dag sem varð 21 almennum borgara að bana, að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar. Þegar árásin var gerð var fólkið var að fara um borð í báta við norðurbakka fljótsins...
05.06.2017 - 23:08

Framlengja refsiaðgerðir gegn Sýrlendingum

Evrópusambandið hefur ákveðið að framlengja refsiaðgerðir gegn Sýrlandi í eitt ár í viðbót. Þær beinast gegn 240 sýrlenskum ríkisborgurum og 67 fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Þremur ráðherrum í stjórn Bashars al-Assads forseta var í dag...

Erdogan hjá Trump: Eindrægni og ágreiningur

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og starfsbróðir hans frá Tyrklandi, Recep Tayyip Erdogan, funduðu í Hvíta húsinu í gær. Að fundi loknum lögðu þeir mikla áherslu á samstarf og samstöðu ríkjanna tveggja. Þó fór ekki framhjá neinum að djúpstæður...
17.05.2017 - 04:58