Afþreying

„Ætlar hún að halda í sér andanum?“

Ef það er einhver þjóð jafn Eurovision brjáluð og við Íslendingar, þá eru það Maltverjar, sem senda metnaðarfulla listamenn á hverju ári og þrá ekkert heitar en að sigra í keppninni. Álitsgjafarnir í Alla leið voru sammála um að söngkonan í ár væri...
23.04.2017 - 14:03

Panflautur í Langspili!

Ný plata með íslensk/portúgölsku hljómsveitinni Shorthand for distance, tvær nýjar plötur með hljómsveitinni Panos from Komodo, þar af ein í panflautu-útsetningum. Ný lög með Ásgeiri, HelGun, Stefáni Elí, Misþyrmingu, Á gráu svæði og Andy Svarthol.
23.04.2017 - 12:55

„Lag sem ég mun hlusta á um ókomin ár“

Rúmenar komast nær alltaf í úrslit Eurovision og í ár ætla þeir að jóðla. Lagið er vægast sagt sérstakt og eru álitsgjafar í Alla leið alls ekki sammála um ágæti þess. Ari Eldjárn er mjög hrifinn og gefur laginu tíu stig af tólf.
22.04.2017 - 09:48

Virkir í athugasemdum skemma internetið

Í síðasta fréttapakka vetrarins fór Atli Fannar yfir fólkið sem hann segir að sé að skemma internetið; virka í athugasemdum. En líka skoðun Bubba Morthens á sumarbyrjun og Sólmund Hólm sem festist í flugvél.
21.04.2017 - 23:23

Besta af Festival

Berglind Festival kom víða við í vetur og við klipptum saman það besta úr innslögunum hennar.
21.04.2017 - 22:56

Allra veðra von

Nýjar plötur frá Blakkát og TaktFasTur PróFasTur,  ný lög með Aðalsteini Sigmarssyni, Árna Ehmann, Dream Wife, MCBjór, Sultur, InZeros, Casio Fatso, Faces of the wall og Jónasi Sig og ritvélum framtíðarinnar.
10.04.2017 - 15:58

Paradísarmissir - Högni í Vikunni

Einstaklega fallegur flutningur Högna Egilssonar á laginu Paradísarmissir má sjá í myndskeiðinu hér að ofan en Högni flutti lagið á föstudaginn 7.apríl í þættinum Vikan með Gísla Marteini. Lagið má einnig heyra í þáttunum Paradísarheimt sem sýndir...
09.04.2017 - 12:04

Þarf starfsfólk IKEA að setja blokkina saman?

Atli Fannar Bjarkason fór yfir fréttir vikunnar í Vikunni með Gísla Marteini og ræddi meðal annars húsnæðismálin, túrista að ganga örna sinna, ýraskjóttan hest og IKEA blokkina sem spurning er hvort leiðbeiningar um samsetningu muni fylgja.

Berglind Festival og fermingarnar

Það hefur ekki farið framhjá neinum að fermingarnar séu byrjaðar. Fermingarfræðsla og -veislur eru haldnar út um allan bæ og hún Berglind Festival lét sig ekki vanta. Hún spurði bæði gömul og ný fermingarbörn spjörunum úr.
07.04.2017 - 23:45

Músiktilraunir 2017!

Það er svakalega skemmtilegt á Músiktilraunum. Í kvöld heyrum við upptökur frá hinum og þessum hljómsveitum sem kepptu í ár, af öllum fjórum undanúrslitakvöldunum.
02.04.2017 - 18:20

Er lóan vorboði eða bara „fake news“?

Lóan er komin og í fyrsta skipti í sjónvarpssögunni náðist það á mynd þegar lóan kom á land. Berglind Festival tók vel á móti henni og ræddi við fuglasérfræðing um ferðir hennar og hvers vegna hún er alltaf svona tímanleg.
31.03.2017 - 23:10

„Gott að vita að við höfum lært af mistökunum“

Vikan hefur verið tíðindamikil, en hún byrjaði á því að skemmtikraftar stigu fram og töluðu um áreitni sem þau verða fyrir í starfi. Fréttirnar héldu áfram að toppa sig að sögn Atla Fannars sem tók saman allt það helsta í Vikunni með Gísla Marteini...

Hlaðborð af tónlist

Við heyrum lög af nýjum plötum frá Taktföstum Prófasti, Ásgeiri Hvítaskáld, Paunkholm, Urðun og Skurk og ný lög frá Countess Malaise, Alchemia og Sólstöfum og KÍTÓN.
26.03.2017 - 18:53

Allir velkomnir

Nýjar plötur með JFDR, DMG, Sturla Atlas og Skurk. Ný lög frá Aroni Can, Ásgeiri Trausta, Guðrúnu Ýr, Einari Vilberg, Orra, Oyama og PASHN.
19.03.2017 - 18:23

Áfengi í matvöruverslun í „Bergen norðursins“

„Ætli þetta sé ekki sú Vínbúð á landinu sem er næst því að vera inni í matvöruverslun, það eru bara fimmtán sentimetrar á milli,“ segir sveitarstjórinn í Rangárþingi ytra. Á Hellu hefur áfengi og matvara verið seld hér um bil hlið við hlið í...