Afríka

Spánverjar björguðu hundruðum

Spænska strandgæslan bjargaði í dag nærri 600 flóttamönnum og hælisleitendum á hafinu milli Marokkó og Spánar í dag.
16.08.2017 - 15:42

Hundraða saknað í Síerra Leone

Minnst 600 manns er enn saknað í Freetown, höfuðborg Síerra Leone, eftir aurskriður og flóð í vikunni. Nærri 400 hafa þegar verið úrskurðaðir látnir víða í borginni vegna vatnsveðursins. 
16.08.2017 - 05:07

Tugir létust í sjálfsmorðsárás á flóttamenn

28 eru látnir og yfir 80 særðir eftir að þrjár konur frömdu sjálfsmorðsárásir í flóttamannabúðum í norðausturhluta Nígeríu í kvöld. AFP fréttastofan hefur eftir nígerískum miðlum að árásirnar hafi verið gerðar í bænum Mandarari, um 25 kílómetrum frá...
16.08.2017 - 00:54

Níu féllu í árásum á friðargæslulið í Malí

Níu féllu í árásum vígamanna á tvær bækistöðvar friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Malí á mánudag. Vopnaðir menn réðust inn í bækistöðvar friðargæslunnar í bæjunum Douentza og Timbúktú. Átta vígamenn voru felldir, talið er víst að þeir séu úr...
15.08.2017 - 01:23

Mannskæð flóð í Síerra Leóne

Skæð flóð og aurskriður hafa fallið í Freetown, höfuðborg Vestur-Afríkuríkisins Síerra Leóne, í dag. Að minnsta kosti 180 eru látnir samkvæmt heimildum fréttaveitunnar AFP. Mikil úrkoma hefur verið þar að undanförnu og hlíð í útjaðri borgarinnar lét...
14.08.2017 - 14:38

17 dóu í árás á veitingahús í Ouagaudougou

Sautján létust í árás hryðjuverkamanna á tyrkneskt veitingahús í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó í kvöld og tólf særðust alvarlega. Sjónarvottar herma að þrír vopnaðir menn hafi ekið að veitingahúsinu á jeppa um klukkan hálftíu að staðartíma og...
14.08.2017 - 02:29

Barist í fátækrahverfi í Naíróbí

Blóðugar óeirðir brutust út í dag í fátækrahverfi í Naíróbí í Kenía milli tveggja ættbálka sem studdu hvor sinn frambjóðandann í forsetakosningunum á þriðjudaginn var.
13.08.2017 - 18:49

Raila Odinga hvetur til verkfalls í Kenía

Raila Odinga, sem beið lægri hlut fyrir Uhuru Kenyatta í forsetakosningum í Kenía í síðustu viku, hvetur stuðningsmenn sína til að mæta ekki til vinnu á morgun.
13.08.2017 - 13:49

Sendir í eyðimörkina fyrir vanvirðingu

Heilbrigðisráðuneytið í Egyptalandi brást við skjótt þegar sex sjúkraflutningamenn tóku og birtu svokallaðar sjálfur sem þeir tóku af sér á vettvangi mannskæðs lestarslyss á föstudag. Voru þeir umsvifalaust færðir til í starfi og munu sinna...
13.08.2017 - 04:02

24 fallnir í óeirðum í Kenía

Minnst 24 hafa látið lífið í óeirðum sem brutust út í Naíróbí og víðar eftir að yfirkjörstjórn í Kenía lýsti Uhuru Kenyatta sigurvegara forsetakosninganna, sem þar voru á þriðjudag. Samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar fékk Kenyatta 54,27 prósent atkvæða...
12.08.2017 - 22:40

Neita að viðurkenna sigur Kenyatta

Bandalag stjórnarandstöðuflokka í Kenía neitar að viðurkenna að frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í vikunni hafi lotið í lægra haldi fyrir sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar segjast ætla að berjast fyrir því að niðurstöðunni verði snúið...
12.08.2017 - 17:21

Tveir féllu í óeirðum í Kenía

Að minnsta kosti tveir voru skotnir til bana í mótmælaaðgerðum í Kenía í nótt. Tilkynnt var í gærkvöld að Uhuru Kenyatta hefði sigrað í forsetakosningunum á þriðjudag. Stjórnarandstæðingar eru sannfærðir um að brögð hafi verið í tafli.
12.08.2017 - 10:09

Kenyatta hrósaði sigri

Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, hlaut 54,27 prósent atkvæða í umdeildum forsetakosningum. Raila Odinga, keppinautur hans um embættið, hlaut 44,74 prósent atkvæða samkvæmt niðurstöðum sem kosningastjórn í Kenía tilkynnti í kvöld.
11.08.2017 - 19:29

Tugir létust í járnbrautarslysi í Egyptalandi

Þrjátíu og sex eru látnir eftir að tvær járnbrautarlestir rákust á í dag í útjaðri Alexandríu í Egyptalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneyti landsins sendi frá sér síðdegis. 123 slösuðust í árekstrinum.
11.08.2017 - 16:01

Segja Odinga vera raunverulegan sigurvegara

Samband stjórnarandstöðuflokka í Keníu krafðist þess í dag að forsetaframbjóðandi þeirra, Raila Odinga, yrði skipaður forseti landsins þrátt fyrir að Uhuru Kenyatta, sitjandi forseti, hafi unnið kosningarnar á þriðjudag. Musalia Mudavadi, leiðtogi...
10.08.2017 - 14:48