Afríka

Telja að 170 hafi fallið í Nígeríu

Samtökin Læknar án landamæra óttast að 170 hafi fallið þegar flugvél frá nígeríska flughernum gerði loftárás fyrir mistök á flóttamannabúðir í Borno-ríki í norðausturhluta Nígeríu fyrr í vikunni. Fólk sem hafðist þar við hafði hrakist að heiman...
20.01.2017 - 11:48

Tugþúsundir flúnar frá Gambíu

Yfir 45 þúsund íbúar Gambíu í Vestur-Afríku hafa að undanförnu flúið til nágrannaríkjanna, að sögn flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ástæðan er pólitískt ástand í landinu eftir forsetakosningar 1. desember síðastliðinn. Yahya Jammeh forseti...
20.01.2017 - 10:31

Hernaðaríhlutun frestað í Gambíu

Afrískar hersveitir hafa frestað fyrirhuguðum aðgerðum í Gambíu. Áformað var að senda herlið inn í landið til þess að koma Yahya Jammeh frá völdum, en nú á að reyna til þrautar að sannfæra hann um að láta af völdum með viðræðum við hann. Þetta hefur...
20.01.2017 - 04:12

Öryggisráðið styður nýjan forseta Gambíu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að heimila Samtökum Vesturafríkuríkja að grípa til aðgerða til að koma Yahya Jammeh, forseta Gambíu til 22 ára, frá völdum. Rússar tóku fram að þeir litu svo ekki á að þeir væru að heimila að gripið yrði...
19.01.2017 - 18:49

Hætta á hernaðaríhlutun í Gambíu

Hernaðaríhlutun virðist yfirvofandi í Gambíu eftir að tilraunir til að fá forseta landsins til að láta af völdum fóru út um þúfur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, greiðir í dag atkvæði um ályktunartillögu sem felur í sér að ECOWAS, samtök Vestur-...
19.01.2017 - 15:31

Bandaríkjamenn gera loftárásir í Líbíu

Bandarískar B-2 sprengjuflugvélar gerðu í nótt loftárásir á bækistöðvar hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í Líbíu.
19.01.2017 - 13:55

Tugir létu lífið í tilræði í Malí

Að minnsta kosti 37 létu lífið í sjálfsvígsárás í Gao í norðurhluta Malí í morgun. Að sögn fréttastofunnar AFP sprengdi árásarmaðurinn bifreið hlaðna sprengiefni í búðum fyrir fyrrverandi uppreisnarmenn og liðsmenn sveita hliðhollra stjórnvöldum í...
18.01.2017 - 13:36

Jammeh fær að sitja áfram í þrjá mánuði

Þúsundir manna hafa flúið frá Gambíu vegna vaxandi ólgu í landinu og eru erlendir ferðamenn farnir að undirbúa heimför. Þingið í Gambíu samþykkti í morgun að leyfa Yahya Jammeh að sitja áfram á forsetastóli þrjá mánuði til viðbótar, en núverandi...
18.01.2017 - 09:46

Sádi-Arabar fá ekki egypskar eyjar

Dómstóll í Egyptalandi staðfesti í dag niðurstöðu undirréttar um að stjórnvöldum í Kaíró væri ekki heimilt að afhenda Sádi-Aröbum tvær eyjar á Rauðahafi. 
16.01.2017 - 15:04
Erlent · Afríka · Asía

Tekur við embætti forseta Gambíu á fimmtudag

Adama Barrow, sem sigraði í forsetakosningum í Gambíu fyrir hálfum öðrum mánuði verður settur í embætti á fimmtudaginn kemur. Vandinn er að fráfarandi forseti neitar að viðurkenna úrslitin og hyggst sitja áfram. Barrow kom í dag til Senegal og...
15.01.2017 - 18:02

Óttast um líf ríflega 100 flótta- og förumanna

Umfangsmikil leit stendur yfir á sunnanverðu Miðjarðarhafi eftir að yfirfullum báti flótta- og förufólks hvolfdi undan ströndum Líbíu í kvöld. Óttast er að yfir 100 hafi drukknað. Í tilkynningu frá ítölsku strandgæslunni segir að fjórum hafi verið...

Nígería: Efnahagskreppa, hryðjuverk og skærur

Nígería er fjölmennasta og eitt mikilvægasta ríki Afríku en á í verulegum þrengingum. Í norðurhlutanum hafa milljónir hrakist á flótta vegna þurrka, uppskerubrests og hernaðarátaka. Íbúar í suðausturhluta landsins krefjast sjálfstæðs ríkis. Við hina...
11.01.2017 - 19:12

Banna búrkur í Marokkó

Sala, innflutningur og framleiðsla á búrkum hefur verið bönnuð í Marokkó, að því er fram kemur í þarlendum fjölmiðlum. Tilkynning þessa efnis var send á þá sem málið varðar á mánudag, segir í frétt BBC af banninu, þar sem verslunum og framleiðendum...
11.01.2017 - 06:20

Þrýsta á forseta Gambíu að láta af völdum

Nokkrir stjórnmálaleiðtogar í Vestur-Afríku fara til Gambíu á miðvikudaginn kemur til að þrýsta á Yahya Jammeh forseta að virða úrslit forsetakosninga sem fram fóru 1. desember og láta af embætti. Hann viðurkenndi ósigur í fyrstu, en skipti síðan um...
09.01.2017 - 17:14

Varnarmálaráðherranum sleppt úr haldi

Alain Richard Donwahi, varnarmálaráðherra Fílabeinsstrandarinnar, hefur verið sleppt úr haldi hermanna. Þeir héldu honum föngnum í tvær klukkustundir. Ráðherrann fór ásamt sendinefnd til Bouake þar sem hann hlýddi á kröfur hermannanna sem hafa...
07.01.2017 - 22:52