Ætlunarverk og meginmarkmið RÚV

Ætlunarverk

Ríkisútvarpið ætlar að vera í fararbroddi íslenskra fjölmiðla með því að bjóða landsmönnum fjölbreytta og vandaða dagskrá í samræmi við menningar- og lýðræðishlutverk sitt.

               

Meginmarkmið

  • Að vera vettvangur og hvati lýðræðislegrar umræðu.
  • Að endurspegla íslenska menningu og stuðla að varðveislu tungunnar.
  • Að upplýsa og fræða landsmenn um íslensk og erlend málefni.
  • Að vera vettvangur fyrir nýsköpun í dagskrárgerð.
  • Að efla dagskrárgerð utan höfuðborgarsvæðisins.
  • Að tryggja örugga dreifingu dagskrárefnis.
  • Að varðveita dagskrárefni fyrir komandi kynslóðir.
  • Að standa vörð um öryggishlutverk sitt.